Fyrsta umferð Meistaramóts Hugins á suðursvæði fór fram í kvöld. Alls taka 32 skákmenn þátt í mótinu sem tekst prýðileg þátttaka þótt mótið hafi oft verið sterkara. Styrkleikamunur var mikill í kvöld og fór það svo að hinir stigahærri unnu ávallt hina stigalægri. Sumir þurftu þó að hafa verulega fyrir sínum skákum og má þar nefna Loft Baldvinsson (1986) gegn Guðmundi Agnari Bragasyni (1352) og Vigfús Óðinn Vigfússon (1962) á móti Halldóri Atla Kristjánssyni (1307).

Úrslit fyrstu umferðar sem og pörun annarrar umferðar sem fram fer annað kvöld má finna á Chess-Results.