Héraðsmót HSÞ 2024

    0
    965
    When:
    16. mars, 2024 @ 13:00 – 16:00
    2024-03-16T13:00:00+00:00
    2024-03-16T16:00:00+00:00
    Where:
    Ýdalir Aðaldal
    Cost:
    2000 kr
    Contact:
    Hermann Aðalsteinsson
    8213187

    Héraðsmót HSÞ 2024 í skák, verður haldið í Ýdölum laugardaginn 16. Mars kl 13:00. Mótið verður 7 umferðir og tímamörk verða 10 mín + 5 sek í viðbótartíma á hvern leik. Mótið verður teflt í A og B-flokki. Áætluð mótlok er um kl. 17:30.

    A- flokkurinn verður reiknað til atskákstiga hjá FIDE og er hugsaður fyrir þá sem hafa atskákstig þann 1. Mars 2024. Skráning í A-flokkinn

    B-flokkurinn er hugsaður fyrir alla aldurshópa og þá sem eru án atskákstiga 1. mars 2024. Öllum er þó frjálst að skrá sig til keppni í  A-flokkinn þó þeir uppfylli skilyrði til að taka þátt í B-flokknum. Skrá sig til leiks í B-flokkinn

    Skráning telst ekki gild fyrr en staðfesting hefur borist á greiðslu á þátttökugjaldi.

    Mótið er opið öllum áhugasömum en aðeins þeir sem eru félagsmenn í einhverju aðildarfélagi HSÞ eða Skákfélaginu Goðanum, geta unnið til verðlauna. Í verðlaun verða ma. Gjafabréf í Skákbúðina, auk hefðbundina verðlauna. Þátttökugjald verður 2.000 krónur á mann og það greiðist við skráningu í mótið rafrænt.

    Skráningu í mótið verður lokað kl 12:00 á keppnisdegi. Hægt verður þó að staðgreiða keppnisgjaldið á staðnum, ef viðkomandi greiðir rétta upphæð. Ekki verður posi á staðnum.

    Skákfélagið Goðinn og HSÞ