Íslandsmóti Skákfélaga 2024-25 lauk helgina 1-2 mars í Rimaskóla. Segja má að öllum þremur skáksveitum Goðans hafi gegnið mun betur en horfur voru á fyrir fram vegna mönnunar vandamála, þar sem nokkrir skákmenn gátu ekki verið með í seinni hlutanum. A- sveitin vann allar sínar viðureignir og endaði í 3 sæti í 3 deild og einungis 1 punkti og hálfum vinningi frá því að fara upp um deild. Tveir 4-2 sigrar og einn 5-1 sigur unnust og áttu liðsmenn A-sveitarinnar mjög góða helgi.

Gengi B og C sveitanna var einnig gott og vann B-sveitin tvo sigra og gerði eitt jafntefli og varð sveitin í 6 sæti með 9 punkta og 26 vinninga. C sveitin tapaði tvisvar og vann einn sigur og endaði með 6 punkta og 17 vinninga, þrátt fyrir að vera með eitt tómt borð í tveimur viðureignum og nýja og óvana skákmenn innan borðs.

Margir skákmenn Goðans náðu mjög góðum árangri um helgina. Adam Ferenc Gulyas vann allar sínar skákir (3) í seinni hlutanum og það gerði einnig Ingi Tandri Traustason (2), en Ingi fór taplaus í gegnum allt mótið. Hilmar Freyr Birgisson vann sömuleiðis allar sínar skákir í seinni hlutanum og fékk alls 6,5 vinninga af 7 mögulegum í öllu mótinu, sem er frábær árangur. Sigurður Eiríksson fékk 2,5 vinninga af þremur í seinni hlutanum. Jakob Sævar Sigurðsson og Rúnar Ísleifsson fengu báðir tvo vinninga af þremur og fóru taplausir í gegnum allt mótið.
Kristján Ingi Smárason fékk 2,5 vinninga af þremur, Bergmann Óli Aðalsteinsson fékk 2 af tveimur, Lárus Sólberg Guðjónsson fékk 2 vinninga af þremur og Ingi Hafliði Guðjónsson fékk 1,5 vinninga af þremur.
Sighvatur Karlsson og Viðar Njáll Hákonarson fengu 1,5 vinninga og nýliðarnir Óskar Páll Davíðsson og Trausti Ólafsson tefldu sínar fyrstu kappskákir á sínum ferlinum og Óskar vann þær báðar en Trausti vann aðra skákina af tveimur. Öðrum keppendum félagsins gekk verr.
Meðfylgjandi myndir tók Hallfríður Sigurðardóttir