Héraðsmót HSÞ í skák 2021 verður haldið sumardaginn fyrsta, 22. apríl í Framsýnarsalnum á Húsavík. Mótið hefst kl 13:00 og má reikna með að því ljúki um kl 16:00. Tefldar verða 7 umferðir með 10 mín umhugsunartíma á mann, að viðbættum 2 sek á hvern leik. Mótið verður reiknað til Fide-atskákstiga. Mótið er öllum áhugasömum opið, ungum sem öldnum og er ókeypis.

Héraðsmót HSÞ í skák var síðast haldið árið 2016 en þá vann Tómas Veigar Sigurðarson.

Vegna samkomutakmarkana og stærðar Framsýnarsalarins verður 20 keppenda hámark í mótið og gildir þá að fyrstu 20 keppendurnir sem skrá sig í mótið komast að. Hinir ekki. Í sögulegu samhengi er þó mjög ólíklegt að það reyni á þessi fjöldatakmörk.

Verðlaun verða veitt fyrir þrjá efstu og sigurvegarinn fær farandbikar (sjá mynd) að auki til varðveislu og nafnbótina Héraðsmeistari HSÞ 2021.

Áhugasamömum er því bent á að skrá sig tímanlega til leiks með því að senda póst lyngbrekku@simnet.is eða hringja í Hermann í síma 8213187.

Mótið á chess-results.