Héraðsmót HSÞ í skák 2022 fer fram í Framsýnarsalnum á Húsavík nk. laugardag 12 febrúar kl 13:00. Gert er ráð fyrir 7 umferðum og verða tímamörk 10 mín að viðbættum 5 sek fyrir hvern leik. Umferða fjöldi gæti þó breyst með tilliti til keppenda fjölda. Líkleg mótslok eru um kl 16:00.

Mótið sem er öllum opið, verður reiknað til Fide-atskákstiga, en aðeins keppendur sem eru félagsmenn í einhverju aðildarfélagi HSÞ og/eða eru meðlimir í Skákfélaginu Goðanum geta unnið til verðlauna.

þátttökugjald er 1000 kr fyrir fullorðna en 500 kr fyrir 16 ára og yngri. Verðlaun verða veitt fyrir þrjá efstu og sigurvegarinn fær að launum farandbikar.

Núverandi Héraðsmeistari HSÞ í skák er Smári Sigurðsson.

Hermann Aðalsteinsson tekur við skráningum í mótið í síma 8213187. Skráningarfrestur er til kl 12:55 laugardaginn 12 febrúar á mótsstað.