Aðalfundurinn fór fram á Skype

Í gærkvöld fór aðalfundur Skákfélagsins Goðans fram. Fundurinn fór fram í gegnum fjarfundarbúnað enda slíkt heimilt samkvæmt lögum félagsins.

Stjórn félagsins sem sat síðasta kjörtímabil var endurkjörin til eins árs, en í henni sitja Hermann Aðalsteinsson formaður, Rúnar Ísleifsson gjaldkeri og Sigurbjörn Ásmundsson ritari.

Í máli formanns kom fram að fjárhagsstaða félagsins er ágæt og stafsemi þess verði með svipuðum hætti og undanfarin ár.

Samþykkt var að halda Héraðsmót HSÞ 12 febrúar. Einnig var dagsetning fyrir Skákþing Norðlendinga/BRIM mótið kynnt en það mót fer fram 25-27 mars á Húsavík.

Einnig var samþykkt að Skákþing Goðans/Meistaramót 2022 yrði 22-24 apríl, sem yrði jafnframt síðasti viðburður félagsins á yfirstandandi vetri.

Einnig var ákveðið að reglubundnar skákæfingar á vegum Goðans fari fram á mánudagskvöldum á Tornelovefnum amk. fyrst um sinn, eða þangað til annað verði ákveðið.

Átta félagsmenn mættu til fundarins og má lesa fundargerð aðalfundar mjög bráðlega hér.