Hið árlega Hraðskákmót Goðans fer fram í Túni á Húsavík mánudagskvöldið 15 desember kl 20:00. Við reiknum með að allir tefli við alla, einfalda umferð, með tímamörknum 5+2. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin og sigurvegarinn hlýtur nafnbótina Hraðskákmeistari Goðans 2025.
Mótið er næst elsta skákmót Goðans en það hefur verið haldið óslitið síðan 2005 og fer nú fram í 21 skiptið. Smári Sigurðsson er núverandi hraðskákmeistari Goðans og hann hefur líka oftast unnið titilinn eða 9 sinnum alls.
Mótið er komið inn á chess-manager og geta áhugasamir skráð sig rafrænt til leiks, en ókeypis er í það. Mótið er opið öllum en aðeins félagsmenn Goðans geta unnið til verðlauna.
Hraðskákmót Goðans.
2005 Baldur Daníelsson
2006 Smári Sigurðsson
2007 Tómas V Sigurðarson
2008 Smári Sigurðsson
2009 Jakob Sævar Sigurðsson
2010 Rúnar Ísleifsson
2011 Jakob Sævar Sigurðsson
2012 Smári Sigurðsson
2013 Smári Sigurðsson
2014 Smári Sigurðsson
2015 Tómas Veigar Sigurðarson
2016 Smári Sigurðsson
2017 Tómas Veigar Sigurðarson
2018 Tómas Veigar Sigurðarson
2019 Rúnar Ísleifsson
2020 Tómas Veigar Sigurðarson (Tornelo)
2021 Jakob Sævar Sigurðsson
2022 Smári Sigurðsson
2023 Smári Sigurðsson
2024 Smári Sigurðsson
2025 ?
Mótið lifandi á chess-results.
