Sigurður, Smári og Tómas

Smári Sigurðsson vann öruggan sigur á hinu árlega hraðskákmóti Hugins sem fram fór á Húsavík í kvöld. Smári fékk níu vinning og komst taplaus í gegnum mótið, en hann vann átta skákir og gerði tvö jafntefli.

Sigurður, Smári og Tómas

 

Hjörleifur Halldórsson varð í öðru sæti á mótinu með 7,5 vinninga og Sigurður Daníelsson varð þriðji með 7 vinninga. Smári Ólafsson varð í 4. sæti með 7 vinninga og Tómas Veigar Sigurðarson varð í 5. sæti með 6 vinninga. Þar sem Hjörleifur og Smári Ólafsson kepptu sem gestir á mótinu fékk Sigurður Daníelsson sifurverðlaun og Tómas Veigar bronsið.

11 keppendur tóku þátt í mótinu og tefld var einföld umferð, allir við alla.

 

Lokastaðan

Rk. SNo Name FED Rtg Pts.  TB1  TB2  TB3
1 3 Sigurdsson Smari ISL 0 9,0 38,75 0,0 8
2 9 Halldorsson Hjorleifur ISL 0 7,5 32,00 0,0 6
3 7 Danielsson Sigurdur ISL 0 7,0 28,75 0,0 6
4 10 Olafsson Smari ISL 0 7,0 26,00 0,0 7
5 8 Sigurdarson Tomas Veigar ISL 0 6,0 20,50 0,0 6
6 2 Adalsteinsson Hermann ISL 0 6,0 19,50 0,0 6
7 1 Isleifsson Runar ISL 0 5,0 16,50 0,0 5
8 4 Steinbergsson Hjortur ISL 0 4,0 8,50 0,0 4
9 11 Vidarsson Hlynur Snaer ISL 0 1,5 1,50 0,0 1
10 6 Olgeirsson Armann ISL 0 1,0 4,50 0,0 0
11 5 Asmundsson Sigurbjorn ISL 0 1,0 1,00 0,0 1

 

Mótið á chess-results

Sigurður, Smári og Tómas
Frá mótinu í kvöld

 

Hjörtur Steinbergsson
Smári Ólafsson
Tómas og Siggi Dan. Heimir Bessa fylgist með.