Jakob Sævar Sigurðsson, Smári Sigurðsson og Rúnar Ísleifsson

Smári Sigurðsson vann mjög öruggan sigur á 18. Hraðskákmóti Goðans sem fram fór á Húsavík í dag. Smári fékk 13,5 vinninga af 14 mögulegum leyfði aðeins eitt jafntefli gegn Jakob Sævar Sigurðssyni, sem hreppti annað sætið með 11,5 vinninga. Rúnar Ísleifsson varð í þriðja sæti með 9 vinninga. Smári var að vinna hraðskáktitilinn í 7. skiptið og hefur þar með unnið oftast allra félagsmanna Goðans.

Jakob Sævar Sigurðsson, Smári Sigurðsson og Rúnar Ísleifsson

Tefld var tvöföld umferð þar sem keppendur voru 8 talsins. Tímamörk voru 5 mín +2 sek/leik. Tryggvi Þórhallsson og Ingi Hafliði Guðjónsson voru að taka þátt í sínu fyrsta hraðskákmóti hjá Goðanum í dag og náðu báðir lágmarks árangri til að fá hraðskákstig.

Lokastaðan 
Rk. Name Rtg 1 2 3 4 5 6 7 8 Pts.
1
Sigurdsson Smari 1943 *** ½ 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 13,5
2
Sigurdsson Jakob Saevar 1854 ½ 0 *** 1 0 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 11,5
3
Isleifsson Runar 1804 0 0 0 1 *** 0 ½ 1 1 1 1 1 1 ½ 1 9
4
Adalsteinsson Hermann 1631 0 0 0 0 1 ½ *** 0 0 1 1 1 0 1 1 6,5
5
Smarason Kristjan Ingi 1317 0 0 0 0 0 0 1 1 *** 0 1 1 0 1 ½ 5,5
6
Thorhallsson Tryggvi 1341 0 0 0 0 0 0 0 0 1 0 *** 1 1 1 ½ 4,5
7
Asmundsson Sigurbjorn 1526 0 0 0 0 0 0 0 1 0 1 0 0 *** 1 ½ 3,5
8
Gudjonsson Ingi Haflidi 0 0 0 0 0 ½ 0 0 0 0 ½ 0 ½ 0 ½ *** 2

 

Mótið á chess-results

Ingi Hafliði Guðjónsson og Rúnar Ísleifsson
Jakob – Kristján
Tryggvi – Smári

Næsta mót á dagskrá er Jólamót Goðans sem fer fram 28 desember í Framsýnarsalnum á Húsavík. Það verður nánar auglýst þegar nær dregur.