Keppendur á sýslumótinu. Eyþór og Kristján fremstir

Eyþór Kári Ingólfsson og Kristján Ingi Smárason urðu Þingeyjarsýslumeistarar í skólaskák í gær þegar þeir unnu hvor sinn aldursflokk á sýslumótinu sem fram fór í Seiglu á Laugum. Eyþór Kári og Kristján Davíð Björnsson sem báðir koma úr Stórutjarnaskóla, urðu efstir og jafnir í eldri flokki með fjóra vinninga af fimm mögulegum, en Eyþór varð hærri á stigum og hirti því fyrsta sætið. Björn Gunnar Jónsson úr Borgarhólsskóla varð í þriðja sæti með þrjá vinninga. Alls tóku sex keppendur þátt í eldri flokki úr þremur skólum.

Keppendur á sýslumótinu. Eyþór og Kristján fremstir
Keppendur á sýslumótinu. Eyþór og Kristján fremstir

Kristján Ingi Smárason Borgarhólsskóla varð öruggur sigurvegari í yngri flokki þar sem hann vann alla sína andstæðinga fimm að tölu. Sigur Kristjáns Inga verður að teljast nokkuð óvæntur þar sem hann er mjög ungur að árum og er einungis í 2. bekk. Í öðru sæti varð Marge Alavere Stórutjarnaskóla með fjóra vinningar og Ari Ingólfsson Stórutjarnaskóla varð í þriðja sæti með þrjá vinninga. Jóel Kárason og Eyþór Rúnarsson fengu einnig þrjá vinninga en urðu lægri á stigum. Alls tóku 10 keppendur þátt í yngri flokki úr fjórum skólum. Tímamörk voru 10 mín og tefldar voru fimm umferðir í báðum flokkum.

Lokastaðan í eldri flokki:

Rk. SNo Name FED Rtg Pts.  TB1  TB2  TB3
1 3 Eyþór Kári Ingólfsson ISL 0 4,0 11,0 7,0 9,00
2 6 Kristján Davíð Björnsson ISL 0 4,0 11,0 7,0 7,00
3 4 Björn Gunnar Jónsson ISL 0 3,0 12,0 8,0 4,00
4 5 Stefán Bogi Aðalsteinsson ISL 0 2,0 13,0 9,0 4,00
5 2 Ivan Veigar Sigmundsson ISL 0 2,0 13,0 9,0 2,00
6 1 Heiðrún Harpa Helgadóttir ISL 0 0,0 15,0 9,0 0,00

 

Lokastaðan í yngri flokki:

Rk. SNo Name FED Rtg Pts.  TB1  TB2  TB3
1 8 Kristján Ingi Smárason ISL 200 5,0 13,0 8,0 13,00
2 2 Marge Alavere ISL 600 4,0 14,5 8,0 9,50
3 1 Ari Ingólfsson ISL 700 3,0 16,0 9,0 7,00
4 10 Jóel Kárason ISL 300 3,0 13,5 8,0 4,50
5 6 Eyþór Rúnarsson ISL 400 3,0 10,0 6,5 4,00
6 9 Sváfnir Ragnarsson ISL 200 2,0 14,5 9,0 2,50
7 4 Anna Mary Yngvadóttir ISL 600 2,0 10,5 6,5 2,50
8 7 Viktor Breki Hjartarson ISL 300 1,5 10,5 6,0 1,25
9 3 Styrmir Franz Snorrason ISL 500 1,0 12,0 6,5 0,50
10 5 Arna Þóra Ottósdóttir ISL 600 0,5 10,5 6,5 0,75

 

Eyþór og Kristján úr eldri flokki og svo Kristján Ingi og Marge úr yngri flokki, hafa tryggt sér keppnisréttinn á umdæmismótinu í skólaskák sem fram fer í aðstöðu Skákfélags Akureyrar í íþróttahöllinni á Akureyri sunnudaginn 17. apríl kl 13:00. Hugsanlegt er að keppendur sem urðu í þriðja eða jafnvel fjórða sæti á sýslumótinu fái keppisrétt á umdæmismótinu líka, en það skýrist ekki fyrr en nær dregur.

Mótin eru bæði aðgengileg á chess-results.com. Yngri flokkur  Eldri flokkur

Keppendur í eldri flokki
Keppendur í eldri flokki
Keppendur í yngri flokki
Keppendur í yngri flokki
Keppendur í yngri flokki
Keppendur í yngri flokki