Maí Hraðaskákmót Goðans fer fram í Framsýnarsalnum á Húsavík sunnudaginn 2. maí og hefst það kl 13:00. Tefldar verða skákir með 5+2 tímamörkum og tefla allir við alla einfalda umferð. Mótið verður reiknað til Fide-hraðskákstiga.

Verðlaun verða veitt fyrir 3 efstu, sem aðeins félagar í Goðanum geta unnið til. Engin þátttökugjöld verða í mótinu og er það opið öllum áhugasömum, en pláss er fyrir allt að 20 keppendur. Hermann tekur við skráningum í mótið í síma 8213187 eða á netfnagið lyngbrekku@simnet.is

Maí-hraðskákmótið verður endahnúturinn á vetrarstarfi Goðans í vetur, en þráðurinn verður tekinn upp að nýju í september.

Mótið á chess-results.