Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson sem tefldi fyrir Suzuki bíla sigraði á 31. Borgarskákmótinu sem fram fór í Ráðhúsi Reykjavíkur á miðvikudaginn 17. ágúst sl. Þá voru rétt tæp 30 ár síðan fyrsta Borgarskákmótið fór fram í Lækjargötu á 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar þann 18. ágúst 1986. Helgi sigraði alla andstæðinga sína og lauk móti með 7 vinninga. Þetta er í þriðja sinn sem Helgi Áss sigrar á mótinu en nokkuð langt er um liðið síðan því hann vann mótin 1992 og 1994. Suzuki bílar brutu hins vegar blað í sögu keppninnar og voru fyrsta fyrirtækið til að vinna mótið í tvisvar en þeir höfðu áður unnið mótið 2008 en deildu þá efsta sætinu með Ístak.