Ævar Ákason teflir við GM Guðmund Kjartansson á Blöndósi í dag

Opna Íslandsmótið í skák hófst á Blöndósi í gær. Alls taka þátt 44 keppendur þátt í mótinu og er Ævar Ákason eini keppandi Goðans á mótinu. Ævar tók yfirsetu í 1. umferð í gær en tefld báðar skákirnar í dag og sú fyrri var gegn stórmeistaranum Guðmundi Kjartanssyni.

Ævar Ákason teflir við GM Guðmund Kjartansson á Blöndósi í dag

Það er nú ekki á hverjum degi sem keppendur frá Goðanum parast gegn stórmeistara og gerði Ævar sitt besta til að standa í honum. En 900 skákstiga munur er full mikið og laut Ævar í dúk eftir 36 leiki. Stigamunurinn var líka talsverður í skák Ævars í 3. umferð og hún tapaðist líka.

Ævar tekur yfirsetu í 4. umferð á morgun en mætir væntanlega galvaskur til leiks í 5. umferð á miðvikudag.

Gengi Ævars á mótinu

Mótið á chess results