Á æfingunni 13. mars sl. vann Óskar Víkingur Davíðsson eldri flokkinn með 6v af sex  mögulegum en Adrian Efraím Beniaminsson Fer vann yngri flokkinn með 5,5v af af sex mögulegum. Í báðum flokkum voru tefldar 5 umferðir  og að auki hægt að fá einn vinning aukalega fyrir að leysa dæmin í flokkunum rétt. Í yngri flokki var einnig hægt að fá 1/2v ef 2-3 dæmi voru rétt af fjórum. Í öðru sæti í eldri flokki var Stefán Orri Davíðsson með 5v. Síðan komu jöfn með 4v Rayan Sharifa og Batel Goitom Haile. Rayan hafði betur í stigaútreikningnum og hlaut þriðja sætið. Þessi fjögur efstu hafa nokkuð oft í vetur verið í efstu sætum en röðin verið mismunandi þótt Óskar hafi örugga forystu í stigakeppni vetrarins.

Í yngri flokkunum komu skólafélagar Adrian í Hólabrekkuskóla næstir en það voru þeir Hans Vignir Gunnarsson með 5v í öðru sæti og í þriðja sæti Alfreð Dossing með 4,5v. Alfreð náði þar með sínum fyrstu verðlaunum á þessum æfingum en hann er ennþá í 1. bekk..

Í æfingunni tóku þátt: Óskar Víkingur Davíðsson, Stefán Orri Davíðsson, Rayan Sharifa, Batel Goitom Haile, Andri Hrannar Elvarsson, Garðar Már Einarsson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Sigurður Ríkharð Marteinsson, Brynjar Haraldsson, Gunnar Freyr Valsson, Daníel Þór Karlsson, Adrian Efraím Beniaminsson Fer, Hans Vignir Gunnarsson, Alfreð Dossing, Brynjólfur Yan Brynjólfsson, Bergþóra Helga Gunnarsdóttir, Wiktoria Momuntjuk, Sigurður Rúnar Gunnarsson, Zofia Momuntjuk, Witbet Haile og Eythan Már Einarsson.

Næsta æfing verður mánudaginn 20. mars 2017 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.

Dæmið fyrir þá eldri og reyndari:

Hvítur á leik. Ef hann ætlar að vinna þetta endatafl þá verður hann að varðveita peðið og reyna að koma því upp í borð. Er það raunhæft og ef svo hverjir eru vinningsmöguleikarnir.

  1. Ekki góðir. Riddarinn er varasamur í svona endatöflum og mun fórna sér á hvíta peðið sem er eftir og þá eru bara kóngarnir og einn biskup eftir svo skákin endar með jafntefli.
  2. Það er hægt að ráðast beint til atlögu með kónginum og á sama tíma að forðast að riddarinn gaffli kónginn og peðið. Þá gæti riddarinn lokast inn af kónginum og biskupnum og svarti kóngurinn er ennþá of langt í burtu.
  3. Staðan er jafntefli en aðeins vegna þess að biskupinn er svartreita en uppkomureitur peðsins hvítt. Svarti riddarinn getur fórnað sér fyrir ekki neitt á réttum tíma þannig að svarti kóngurinn komist í búrið á a8 og hvítur getur ekki komið peðinu upp.
  4. Þetta getur farið á hvorn veginn sem að því undanskildu að svartur getur ekki unnið.
  5. Svarti riddarinn getur sett upp búr á a8. Svartur kemur sínum kóngi í spilið og lokar hvíta kónginn inni á a8 þegar hann hefur drepið riddarann og staðan er jafntefli.

Dæmin fyrir þau yngri:

Í þessum fjórum dæmum sem öll koma úr dæmhefti Smára Teitssonar á annað hvort hvítur eða svartur að máta í næsta leik. Skrifa á lausnarleikinn eða merkja inn á stöðumyndirnar.

Svartur mátar í einum leik.

Hvítur mátar í einum leik.

Hvítur mátar í einum leik.

Svartur mátar í einum leik.