Sigurvegarar á síðasta páskamóti Goðans. Smári, Rúnar og Tómas

Páskaatskákmót Goðans fer fram laugardaginn 27. mars í Framsýnarsalnum á Húsavík. Mótið hefst kl 13:00 og eru áætluð mótslok um kl. 16:00. Tefldar verða skákir með 10 mín umhugsunartíma að viðbættum 2 sek fyrir hvern leik. Mótið er opið öllum áhugasömum og verður reiknað til fide-atskákstiga.

Páskaatskákmót Goðans hefur ekki verið haldið síðan 2016 en þá vann Rúnar Ísleifsson, en árið þar á undan vann Tómas Veigar Sigurðarson.

Sigurvegarar 2015 Rúnar, Tómas og Smári.

 

Hefðbundin verðlaun fyrir þrjá efstu auk farandbikars fyrir sigurvegarann.

Þáttökugjald verður 500 kr á mann, unga sem aldna.

Áhugasamir geta skráð sig til leiks hér

Hér er hægt að skoða lista yfir forskráða keppendur: