Eins og á síðustu æfingu fyrir jólafrí þá voru Rayan Sharifa og Eythan Már Einarsson efstir á fyrstu æfingu eftir áramót. Fyrir áramótin var Rayan einn efstur með fullt hús í eldri flokki en núna voru Rayan og Batel Gotom Haile efst og jöfn með 4v af fimm mögulegum. Rayan hafði svo betur í stigaútreikningnum en reikn þurfti tvisvar til að fá úrslit. Batel var því öðru sæti. Það þurfti einnig stigaútreikning um þriðja sætið því Árni Benediktsson og Einar Dagur Brynjarsson komu næst jafnir með 3v. Hérna hafði Árni betur strax í fyrsta útreikningi og fékk hann þriðja sætið en Einar Dagur varð fjórði. Ekki var lagt fyrir dæmi á þessari æfingu heldur sett upp þemaskák úr Skoska leiknum.

Í yngri flokki var Eythan Már Einarsson efstur með 4,5v og þurfti að þessu sinni ekki að deila efsta sætinu. Annar var Filip Slicaner með 3,5v á sinni fyrstu æfingu. Síðan komu jafnir Timon Pálsson Pazek og Lemuel Goitom Haile.

Í æfingunni tóku þátt: Rayan Sharifa, Batel Goitom Haile, Árni Benediktsson, Einar Dagur Brynjarsson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Garðar Már Einarsson, Antoni Pálsson Pazek, Eythan Már Einarsson, Filip Slicaner, Lemuel Goitom Haile og Timon Pálsson Pazek..

Næsta æfing verður mánudaginn 14. janúar 2019 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Lyfjaval í Mjódd og salurinn er á þriðju hæð.