Rúnar Ísleifsson. Mynd: David Llada

Rúnar Ísleifsson varð efstur á skákæfingu sem fram fór á Husavík í gærkvöld. Rúnar fékk 3,5 vinninga af 5 mögulegum á jafnri æfingu þar sem óvenju margar skákir enduðu með jafntefli.

Rúnar Ísleifsson                 3,5 af 5
Smári Sigurðsson               3
Kristján Ingi Smárason        3
Hermann Aðalsteinsson       2,5
Ingi Hafliði Guðjónsson        1,5
Jóhannes Haukur Hauksson  1,5

Tefldar voru skákir með 10 mín umhugsunartíma á mann.

Næsti viðburður hjá félaginu er hið árlega Hraðskákmót Goðans 2022 sem fer fram sunnudaginn 11. desember kl 13:00 í Framsýnarsalnum á Húsavík.