Hið árlega Hraðskákmót Skákfélagsins Goðans fer fram sunnudaginn 11. desember í Framsýnarsalnum á Húsavík. Mótið hefst kl 13:00 og áætluð mótslok eru um kl. 16:00.

Tímamörk verða 5+2 (5 mín og 2 sek/leik í viðbótartíma) og tefla allir við alla og fer því umferðafjöldinn eftir keppendafjölda. Mótið verður reiknað til hraðskákstiga hjá FIDE.  Mótið á chess-results

Þátttökugjald er kr 1000 á mann en 500 kr fyrir 16 ára og yngri.

Veitt verða verðlaun fyrir þrjá efstu og sigurvegarinn fær farandbikar og nafnbótina Hraðskákmeistari Goðans 2022 !

Núverandi hraðskákmeistari Goðans er Jakob Sævar Sigurðsson.

Hermann Aðalsteinsson tekur við skáningum í síma 8213187 eða með skilaboðum í gegnum samfélagsmiðla. Skárningarfrestur er til kl 12:55 á mótsstað 11. desember.

Hraðskákmót Goðans 2022 er hið 18 í röðinni. Smári Sigurðsson hefur unnið mótið oftast, 6 sinnum og Tómas Veigar 5 sinnum. Meistarar fyrri ára má sjá hér fyrir neðan.

2005 Baldur Daníelsson
2006 Smári Sigurðsson
2007 Tómas V Sigurðarson
2008 Smári Sigurðsson
2009 Jakob Sævar Sigurðsson
2010 Rúnar Ísleifsson
2011 Jakob Sævar Sigurðsson
2012 Smári Sigurðsson
2013 Smári Sigurðsson
2014 Smári Sigurðsson   
2015 Tómas Veigar Sigurðarson 
2016 Smári Sigurðsson
2017 Tómas Veigar Sigurðarson
2018 Tómas Veigar Sigurðarson
2019 Rúnar Ísleifsson 
2020 Tómas Veigar Sigurðarson
2021 Jakob Sævar Sigurðsson

2022 ?