Vetrarstarfið skákfélagsins Goðans hófst með félagsfundi og skákæfingu í gærkvöld á Húsavík. Eins og búast mátti við komu menn mis vel undan sumri sem sást á mörgum afleikjum á skákborðinu.

Rúnar Ísleifsson virðist koma best undan sumrinu þar sem hann krækti í 4,5 vinninga af 6 mögulegum. Tefldar voru 5 mín skákir og allir við alla.

Tryggvi Þórhallsson og Rúnar Ísleifsson

 

Lokastaðan:

Rúnar Ísleifsson            4,5 ef 6
Kristján Ingi Smárason  4
Smári Sigurðsson          3,5
Hermann Aðalsteinsson  3
Sigurbjörn Ásmundsson  3
Hilmar Freyr Birgisson    2
Tryggvi Þórhallsson         1

Drög að dagskrá fram til áramóta var lögð fram og samþykkt. Dagskráin er nokkuð hefðbundin fyrir utan að haldið verður 5 umferða kappskákmót á Hótel Reynihlíð í Mýnvatnssveit helgina 8-9 október (Icelandair Hotel). Tímamörk í þeim skákum verða 60+30. Mótið hefur ekki fengið nafn en von er á nafngift fljótlega.

Æfinga og Mótaáætlun Goðan verður birt hér á vefnum fljótlega.

Kristján Smárason – Sigurbjörn Ásmundsson