Rúnar Ísleifsson og Smári Sigurðsson urðu efstir með 3,5 vinninga á skákæfingu sem fram fór sl. mánudagskvöld í Framsýn. Alls mættu 5 keppendur og tefldar voru skákir með 10 mín umhugsunartíma á mann.

Næstu tvær æfingar verða reiknaðar til Fide-atskákstiga og fara þær fram mánudagskvöldið 1. nóvember kl 20:30 og fimmtudagskvöldið 4. nóvember kl 19:30, báðar í Framsýnarsalnum á Húsavík. Tefldar verða 10+2 skákir á báðum kvöldunum. Vonast er eftir því að mæting verði góð.