Þó nokkrar skákæfingar hafa farið fram í nóvembermánuði. Hér koma úrslit úr þeim. 3 nýliðar hafa komið við sögu á þeim æfingum.

Í byrjun nóvember var haldin skákæfing reiknuð til atskákstiga og urðu úrslit á þessa leið. Má segja að Adrian Benedicto hafi komið nokkuð á óvart og unnið hana. Tímamörk voru 10+2.

Rk. SNo Name FED Rtg Pts.  TB1  TB2  TB3
1 3 Villanueva Adrian Benedicto ISL 0 4,5 1,0 4 10,50
2 6 Smarason Kristjan Ingi ISL 1443 4,5 0,0 4 10,00
3 2 Adalsteinsson Hermann ISL 1638 4,0 1,0 4 9,50
4 4 Asmundsson Sigurbjorn ISL 1422 4,0 0,0 3 8,50
5 7 Birgisson Hilmar Freyr ISL 1611 3,0 0,0 3 5,00
6 5 Pradid Matus ISL 0 1,0 0,0 1 0,00
7 1 Olena Tkchuk ISL 0 0,0 0,0 0 0,00

 

8. nóvember var haldin skákæfing í Framsýnarsalnum. Tímamörk voru 10+2. 5 keppendur mættu til leiks og varð Smári efstur með 3,5 vinninga.

1. Smári Sigurðsson  3,5
2. Sigurbjörn Ásmundsson 2,5
3 Kristján Ingi Smárason  2
4-5 Hilmar Freyr Birgisson 1
4-5 Adrian Benedicto         1

15. nóvember var haldin skákæfing í Framsýn. Tímamörk voru 10+2 og aftur varð Smári efstur.

Smári Sigurðsson           3
Sigurbjörn Ásmundsson  2
Roman Juhas                 1
Matus Pradid                  0

22. nóvember var haldin reiknuð æfing til atskákstiga. Tímamörk voru 10+2 og 5 keppendur mættu til leiks.

Rk. SNo Name FED Rtg Pts.  TB1  TB2  TB3
1 4 Isleifsson Runar ISL 1836 4,0 0,0 4 6,00
2 3 Adalsteinsson Hermann ISL 1638 3,0 0,0 3 3,00
3 1 Asmundsson Sigurbjorn ISL 1422 2,0 0,0 2 1,00
4 2 Villanueva Adrian Benedicto ISL 0 1,0 0,0 1 0,00
5 5 Juhas Roman ISL 0 0,0 0,0 0 0,00

 

Í kvöld, 29. nóvember, fór síðan fram lokaæfingin í nóvember. Tímamörk voru 10+2. 4 keppendur mættu til leiks og urður úrslit svona:

Smári Sigurðsson           2,5
Hilmar Freyr Birgisson    2
Adrian Benedicto            1
Kristján Ingi Smárason   0,5

Framundan í desember er Hraðskákmót Goðans sem haldið verður sunnudaginn 12. desember kl 16:30 í Framsýnarsalnum. Nánar um það síðar. Auk þess eru tvær skákæfingar á dagskrá í Framsýn í desember, þann 6 og 20. Báðar þessar æfingar hefjast kl 20:30

Framsýnar/BRIM mótið er síðan á dagskrá 7-9 janúar 2022.

Adrian Benedicto
Olena
Gaumet Almeida
Matus Pradid