Skákþing Goðans 2021 verður haldið í Framsýnarsalnum á Húsavík núna um helgina 26-28 febrúar. Mótið verður samblanda af atskákum og kappskákum,með 4 atskákum sem tefldar verða á föstdudagskvöldinu en kappskákirnr þrjár verða tefldar á laugardegi og sunnudegi
.
Dagskrá:
1. umferð kl 19:00 föstudaginn 26. febrúar (15 mín + 2 sek/leik)
2. umferð kl 19:45  c.a.—————————————————
3. umferð kl 20:30  c.a.—————————————————
4. umferð kl 21:15  c.a.—————————————————
5. umferð laugardaginn 27. febrúar kl 11:00 (90 mín+30sek/leik)
6. umferð laugardaginn 27. febrúar kl 17:00 (90 mín+30sek/leik)

7. umferð sunnudaginn 28. febrúar kl 11:00 (90 mín +30sek/leik)

Ekkert þátttökugjald er í mótið

Mótið verður reiknað til fide atskákstiga og fide standardskákstiga.
Núna eru 12 keppendur skráðir til leiks. Ef keppendum, af einhverjum ástæðum fækkar frá því sem nú er, verður mótið stytt um eina umferð og tefldar 3 atskákir á föstudagskvöldinu og 1. umferð hefst kl 19:30 í stað 19:00.
Eftirfarandi oddastig gilda í mótinu:  1. Buchholz (-1) 2. Buchholz 3. Innbyrðis úrslit 4. Sonneborn-Berger 5. Oftar svart.
Tekið er við skráningum í mótið fram til 18:30
Einungis félagsmenn í Huginn/Goðinn geta unnið til verðlauna á mótinu.
Þar sem Framsýnarsalurinn tekur um 20 manns miðað við núverandi sóttvarnartakmarkanir þurfa áhugasamir keppendur að skrá sig með fyrra fallinu til leiks.
Keppendur þurfa að koma með penna með sér fyrir 5-7 umferð og drykki verða menn einnig að koma með sjálfir.

Á mótsstað munu eftirfarandi sóttvarnarreglur gilda.
  • Hámarksfjöldi í rými er 50 manns. (Framsýnarsalurinn tekur um 30-35 keppendur við eðlilegar aðstæður)
  • Tryggja þarf að handspritt sé aðgengilegt fyrir keppendur og starfsmenn (Spritt verður á staðnum)
  • Fækka skal sameiginlegum snertiflötum eins og hægt er
  • Leitast skal við að hafa 2 metra á milli keppenda eins og hægt er
  • Keppendur skulu spritta sig fyrir og eftir skák
  • Þrífa skal sameiginlega snertifleti á milli hópa
  • Sameiginleg áhöld (taflmenn, dúkar, klukkur, borð og stólbök) skulu sótthreinsuð a.m.k. tvisvar á dag
  • Mælt er með grímunotkun hjá 16 ára og eldri (Grímur verða á staðnum)
  • Ekki er leyfilegt að bjóða upp á sameiginlegar veitingar (Ekkert kaffi)
  • Séu keppendur/starfsmenn með grun um veikindi eiga þeir að halda sig heima

Mótið á chess-results