Seinni skák einvígis Smára Sigurðssonar og Rúnars Ísleifssonar um sigur í Janúarmótinu fór fram á Húsavík nú í kvöld. Skákin endaði með sigri Smára sem stýrði hvítu mönnunum. Smári og Rúnar gerðu jafntefli í fyrri einvígisskákinn sem fram fór á Vöglum sl. sunnudag, en þá stýrði Rúnar hvítu mönnunum. Smári er því sigurvegari Janúarmóts Hugins 2016. Öðrum skákum í úrslitakepni Janúarmótsins lauk um sl. helgi og urðu úrslit sem hér segir.

Smári Rúnar 2016
Mynd frá því fyrr í kvöld

Sigurður G Daníelsson (1753) lagði Karl Egil Steingrímsson (1678) 1,5-0,5 og hreppti þar með 3. sætið á mótinu. Fyrri skák þeirra félaga endað með jafntefli eftir 93 leiki þar sem Karl missti af vinningsleið. Sigurður vann svo seinni skákina sem var mun styttri.

Hermann Aðalsteinsson (1663) vann Hlyn Snæ Viðarsson (1416) 1,5-0,5 og hreppti 5. sætið í mótinu. Fyrri skákin endaði með jafntefli, en Hermann vann þá síðari.

Hjörleifur Halldórsson (1850) vann Ævar Ákason (1621) í baráttunni um 7. sætið í mótinu 1.5-0,5. Jafntefli varð niðurstaðan í fyrri skákinni, en Hjörleifur hafið sigur í seinni skákinni eftir mikla baráttu.

Ármann Olgeirsson (1587) vann Sighvat Karlsson (1289) 1,5-0,5 og þar með 9. sætið í mótinu. Ármann vann fyrri skákina eftir að Sighvatur, sem var manni yfir, lék af sér drottningunni. Seinni skákin endaði með jafntefli.

Sigurbjörn Ásmundsson (1516) vann svo Heimi Bessason (0) 1,5-0,5 í slagnum um 11. sætið á Janúarmótin. Jafntefli varð niðurstaðan úr fyrri skákinni en Sigurbjörn vann þá síðari.

Skákmenn úr Vestur-riðli unnu því riðlakeppnina með 7 vinningum gegn 5 vinningum, enda nokkuð stigahærri en skákmenn úr Austur-riðli.

Lokastaðan:

1.   Smári Sigurðsson
2.   Rúnar Ísleifsson
3.   Sigurður G Daníelsson
4.   Karl Egill Steingrímsson  (SA)
5.   Hermann Aðalsteinsson
6.   Hlynur Snær Viðarsson
7.   Hjörleifur Halldórsson      (SA)
8.   Ævar Ákason
9.   Ármann Olgeirsson
10. Sighvatur Karlsson
11. Sigurbjörn Ásmundsson
12. Heimir Bessason

Mótið á chess-results

Skákir úrslitakeppninnar verða settar inn bráðlega.