Septembermót Goðans 2023. Mynd: Railis Kotlevs

Smári Sigurðsson vann öruggan sigur á septembermóti Goðans 2023 sem fram fór á Húsavik í gærkvöldi. Smári fékk 6, 5 vinninga af 7 mögulegum og var Ingi Hafliði Guðjónsson sá eini sem stóð í vegi fyrir fullu húsi hjá Smára.

Kristijonas Valanciunas og Hermann Aðalsteinsson komu næstir Smára með 5 vinninga en Kristijonas varð annar á oddastigum. 11 keppendur tóku þátt í mótinu og voru tefldar 7 umferðir með 5+3 tímamörkum.

Septembermót Goðans 2023 – Lokastaðan
Rk. SNo Name FED Rtg Club/City Pts.  TB1  TB2  TB3 Rp
1 1
Smari, Sigurdsson ISL 1947 Goðinn 6,5 0 6 26,5 1805
2 7
Kristijonas, Valanciunas LTU 1272 Goðinn 5 1 5 27,5 1563
3 2
Hermann, Adalsteinsson ISL 1556 Goðinn 5 0 4 26,5 1563
4 6
Ingi Haflidi, Gudjonsson ISL 1379 Goðinn 4,5 0 4 25 1419
5 5
Kristjan Ingi, Smarason ISL 1443 Goðinn 4 1 3 27,5 1351
6 4
Hilmar Freyr, Birgisson ISL 1509 Goðinn 4 0 4 25,5 1442
7 11
Sigmundur, Thorgrimsson ISL 0 Goðinn 3 1 2 24 1239
8 3
Sigurbjorn, Asmundsson ISL 1523 Goðinn 3 0 2 23 1210
9 10
Dorian, Lesman ISL 0 Goðinn 2,5 0,5 1 23,5 1082
10 8
Magnus Ingi, Asgeirsson ISL 0 Goðinn 2,5 0,5 1 19 1042
11 9
Annija, Kotleva ISL 0 Goðinn 2 0 1 19 962

 

Kristijonas Valanciunas átti klárlega bestu frammistöðuna á mótinu, miðað við stig. Hann græðir 40 hraðskákstig og varð í öðru sæti. Ljóst er að hann er mun sterkari en stigin segja. Hin unga skákkona Annija Kotleva átti sömuleiðis fínt mót þó hún hafi orðið neðst. Annija Kotleva vann sinn fyrsta sigur á reiknuðu móti í gærkvöldi. Það er ljóst að hún á framtíðina fyrir sér við skákborðið.

Hilmar og Annija Kotleva.
Séð yfir hópinn