Rúnar Ísleifsson. Mynd: David Llada

Rúnar Ísleifsson varð efstur á skákæfingu sem fram fór að Vöglum í Fnjóskadal í gærkvöld. Rúnar fékk 3,5 vinninga af 4 mögulegum. Sigurbjörn Ásmundsson varð í 2. sæti og Hermann Aðalsteinsson varð í 3. sæti.

Lokastaðan.

Nafn Stig Vinn
1. Isleifsson, Runar 1807 3.5
2. Asmundsson, Sigurbjorn 1452 3.0
3. Adalsteinsson, Hermann 1558 1.5
4. Gudjonsson, Ingi Haflidi 1451 1.0
5. Ingimarsson Ingimar 0 1.0

Mótið á Chess-manager

Fimm skákmenn mættu til leiks og tefld var einföld umferð með 10 min umhugsunartíma á mann. Ingimar Ingimarsson nýjasti meðlimur Goðans, mætti á sína fyrstu skákæfingu í gærkvöld og sýndi fína takta eftir langa fjarveru frá skákborðinu.

Ingimar Ingimarsson

 

Næsta skákæfing fer fram á chess.com mánudagskvöldið 2. október.

Nánari upplýsingar um þann viðburð verða birtar þegar nær dregur.

Skákfélagið Goðinn á chess.com