Elfar Ingi Þorsteinsson og Óttar Örn Bergmann Sigfússon urðu efstir og jafnir æfingu þann 15. október sl.með 5v af sex mögulegum. Elfar var úrskurðaður sigurvegari á stigum eftir tvöfaldan útreikning. Þeir töpuðu báðir einni viðureign á æfingunni og leystu dæmið á æfingunni rétt eins og flestir sem við það reyndu. Að þessu sinni var lagt fyrir peðsendatafl með fjórum peðum og lausnin byggðist á talningu og þekkja stöðurnar þar sem hvítt peð eru á sjöundu reitaröð og svartur er með drottningu. Síðan komu jafnir Einar Dagur Brynjarsson og Rayan Sharifa með 4v. Að þessu sinni var Einar Dagur hærri á stigum og hlaut þriðja sætið. Niðurstaðan á æfingunni var því sú að Elfar var efstur, Óttar Örn annar, Einar Dagur þriðji og Rayan fjórði.

Í æfingunni tóku þátt: Elfar Ingi Þorsteinsson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Einar Dagur Brynjarsson, Rayan Sharifa, Gunnar Aðalsteinn Jóhannsson, Kiril Igorsson, Ignat Igorsson og Jökull Páll Smárason.

Næsta æfing verður mánudaginn 22. október 2018 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Lyfjaval í Mjódd og salurinn er á þriðju hæð.