Vignir Vatnar Stefánsson sigraði á hraðkvöldi Hugins sem fram fór sl. mánudagskvöldið 11. júní. Sigurinn hjá honum var býsna öruggur 7v af sjö mögulegum. Eitt tap eða svo hefði ekki skipt máli því næstu menn voru með 5v. Það voru Jóhanna Björg Jóhannsdóttir og Óskar Víkingur Davíðsson. Jóhanna var hærri á stigum og annað sætið var hennar og Óskar var þriðji.

Talan 5 kom upp í happdrættinu sem var tala Atla Jóhanna Leósson. Tölvan virðist halda sig mikið við tölurnar 4 og 5 undanfarið í drættinum en lítið við því að gera. Atli Jóhann valdi miða frá Saffran og Vignir Vatnar hélt sig við Dominos. Nú verður gert hlé á þessum skákkvöldum í sumar. Næsti viðburður hjá Huginn hér fyrir sunnan er Mjóddarmótið  laugardaginn 7. júlí.

Lokastaðan á hraðkvöldinu:

 1. Vignir Vatnar Stefánsson, 7v/7
 2. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, 5v
 3. Óskar Víkingur Davíðsson, 5v
 4. Vigfús Ó. Vigfússon, 4,5v
 5. Atli Jóhann Leósson, 4,5v
 6. Gunnar Nikulásson, 3v
 7. Arnar Milutin Heiðarsson, 3v
 8. Stefán Orri Davíðsson, 3v
 9. Björn Brynjúlfur Björnsson, 2,5v
 10. Sigurður Freyr Jónatansson, 2,5
 11. Björgvin Kristbergsson, 1v
 12. Magnús Þorlákur Lúðvíksson, 1v

Lokastaðan í chess-results: