Páskaeggjamót Hugins í Mjódd fór fram síðastliðinn mánudag 21. mars. Það voru 41 keppendur sem mættu nú til leiks, tefldu 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma og var glatt á hjalla allan tímann, þótt nokkurn tíma tæki að hefja mótið vegan tæknilegra vandamála. Úrslitin voru afgerandi í þetta sinn en Vignir Vatnar Stefánsson sigraði örugglega á móinu með 6,5v. Vignir Vatnar er ekki alveg ókunnugur efst sætinu á páskaeggjamótinu en hann vann einnig mótin 2012 og 2013. Alexander Oliver Mai sýndi að árangurinn á Reykjavíkurskákmótinu var engin tilviljun og sá til þess að Vignir Vatnar gekk ekki frá borði með fullt húsi. Alexander bætti svo um betur og tók 2. sætið með 5,5v eins og Aron Þór Maí en stigin hjá Alexander voru hærri.

IMG_2729

Veitt voru verðlaun í þremur flokkum. Tveimur aldursflokkum þar sem Vignir Vatnar, Alexander Oliver og  Aron Þór.voru efstir í eldri flokki. Yngri flokki þar sem Ísak Orri Karlsson, Stefán Orri Davíðsson og Óskar Víkingur Davíðsson voru allir með 5v og hlutu þeir sæti í þessari röð eftir stigaútreikning.

IMG_2725

Stúlknaverðlaun fengu Ylfa Ýr Welding Hákonardóttir, Eydís Magnea Friðriksdótir og Elín Edda Jóhannsdótttir. Næstu stelpur komu stutt á eftir þeim.

IMG_2721

Auk þess fékk efsti keppandi í hverjum aldursflokki páskaegg í verðlaun. Ef sá efsti hafði unnið páskaegg í aðalverðlaun fékk sá næsti í aldursflokknum páskaeggið.

IMG_2718

Í lokin voru tvö páskaegg dregin út og duttu þar Elfar Þorsteinsson og Vilhjálmur Bjarni Gíslason í lukkupottinn. Þau sem ekki hlutu verðlaun á mótinu voru svo leyst út með litlu gulleggi þannig að allir fóru ánægðir heim. Mótsstjórar voru Erla Hlín Hjálmarsdóttir og Vigfús Ó. Vigfússon.

IMG_2734

Eftirtaldir hlutu verðlaun á páskaeggjamótinu:

Eldri flokkur:

  1. Vignir Vatnar Stefánsson , 6,5v
  2. Alexander Oliver Mai, 5,5v
  3. Aron Þór Mai, 5,5v

Yngri flokkur:

  1. Ísak Orri Karlsson, 5v
  2. Stefán Orri Davíðsson, 5v
  3. Óskar Víkingur Davíðsson, 5v

Stúlkur:

  1. Ylfa Ýr Welding Hákonardótttir, 4v
  2. Eydís Magnea Friðriksdótttir, 4v
  3. Elín Edda Jóhannsdóttir, 3v

Árgangaverðlaun:

  • Árgangur 2011:  Jósef Omarsson
  • Árgangur 2009:  Bjartur Þórisson
  • Árgangur 2008:  Anna Katarina Thoroddsen
  • Árgangur 2007:  Gunnar Erik Guðmundsson
  • Árgangur 2006:  Benedikt Briem (Stefán Orri Davíðsson)
  • Árgangur 2005:  Örn Alexandersson (Ísak Orri Karlsson)
  • Árgangur 2003:  Stephan Briem (Vignir Vatnar Stefánsson)
  • Árgangur 2002:  Jökull Freyr Davíðsson
  • Árgangur 2001:  Jón Þór Lemery (Aron Þór Maí)
  • Árgangur 2000:  Dawid Kolka

IMG_2693

Lokastaðan á páskaeggjamótinu:

Röð Nafn Vinn. TB1 TB2 TB3
1 Vignir Vatnar Stefansson 6,5 32 23 28,8
2 Alexander Oliver Mai 5,5 34 25 25,5
3 Aron Thor Mai 5,5 32 24 24,3
4 Ísak Orri Karlsson 5 33 23 20,5
5 Stefán Orri Davíðsson 5 30 23 19,3
6 Dawid Kolka 5 29 22 18,5
7 Óskar Vikingur Daviðsson 5 29 21 17,8
8 Jón Þór Lemery 5 29 21 17,5
9 Stephan Briem 5 29 21 17
10 Sæmundur Árnason 5 27 20 16,5
11 Daníel Ernir Njarðarson 4,5 28 21 15
12 Jökull Freyr Daviðsson 4,5 27 19 15,3
13 Örn Alexandersson 4,5 21 16 10,8
14 Halldor Atli Kristjansson 4 30 22 14,5
15 Gunnar Erik Guðmundsson 4 28 21 13
16 Gylfi Már Harðarson 4 27 20 12
17 Páll Ingi Friðgeirsson 4 24 17 9,5
18 Ylfa Ýr Welding Hákonardóttir 4 23 16 10,5
19 Benedikt Briem 4 21 16 8
20 Eydís Magnea Friðriksdóttir 4 20 14 9
21 Tristan Thoroddsen 4 18 12 9
22 Elfar Þorsteinsson 3 28 21 9,5
23 Benedikt Þórisson 3 27 20 8,5
24 Elín Edda Jóhannsdóttir 3 27 19 7
25 Batel Mirion Tesfamheret 3 26 18 7
26 Adam Omarsson 3 26 19 8
27 Rayan Sharifa 3 25 18 7
28  Elsa Kristín Arnaldardóttir 3 21 15 7,5
29 Bjartur Þórisson 3 20 14 6,5
30 Guðmann Brimar Bjarnason 3 19 14 4,5
31 Frank Gerritsen 3 17 11 4
32 Vilhjálmur Bjarni Gíslason 2 24 16 6,5
33 Josef Omarsson 2 23 16 3,5
34 Högni Héðinsson 2 22 16 3
35 Einar Dagur Brynjarsson 2 21 15 3,5
36 Þorsteinn Már Sigmundsson 2 20 14 4
37 Anna Katarína Thoroddsen 2 20 14 4,5
38 Sigurður Rúnar Gunnarsson 2 19 13 3,5
39 Helgi Bjarnason 2 19 13 4,5
40 Höskuldur Máni Halldórsson 2 15 10 2
41 Bergþóra Helga Gunnarsdóttir 1 20 15 0,5

 

IMG_2688

Gert verður hlé á barna- og unglingaæfingum fram yfir páskahátíðina. Næsta æfing verður  mánudaginn 4. apríl og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.IMG_2690