Óskar Víkingur Davíðsson vann eldri flokkinn og Þórdís Agla Jóhannsdóttir yngri flokkinn á Huginsæfing sem haldin var 7. nóvember sl. Óskar vann eldri flokkinn örugglega með fullu húsi 5v af fimm mögulegum. Annar var Stefán Orri Davíðsson með 4v. Síðan var mjög mikil barátta um þriðja sætið en það voru fjögur jöfn með 3v. Það voru Batel Goitom Haile, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Brynjar Haraldsson og Ívar Lúðvíksson. Eins og oft áður í vetur var Batel þeirra hæst á stigum með 14,5 stig og hlaut hún þriðja sætið. Fjórði var Óttar Örn Bergmann Sigfússon með 12 stig, fimmti var Brynjar Haraldsson með 1,5 stig og sjötti Ívar Lúðvíksson með 8,5 stig. Röðin í verðlaunasætum: Óskar, Stefán Orri og Batel er sú algengast á þessum vetri. Það var ekki dæmi á þessi æfingu en í 2. og 3. umferð í eldri flokki var tefld þemaskák. Í þetta sinn var notuð staða úr Petroffs vörnin þegar hvítur leikur d4 í þriðja leik. Staðan sem leikið var út frá stöðunni í skák Geller- Smyslov í Moscow 1991 eftir 8.leik svarts. Í framhjáhlaupi er réttt að minnast á að það var villa í stöðumyndinni í dæminu á síðustu æfingu sem búið er að leiðrétta.

img_2961Það var meiri spenna í toppbaráttunni í yngri flokki en þar voru fjögur efst og jöfn. Það voru Þórdís Agla Jóhannsdóttir, Einar Dagur Brynjarsson, Bergþóra Helga Gunnarsdóttir og Esther Lind Valdimarsdóttir. Hérna tryggði Þórdís sér sigurinn á stigum með sigri í lokaumferðinni í skák við Einar Dag þrátt fyrir tap í fyrstu umferð í skák við Andra Hrannar. Eftir stigaútreikning var Einar Dagur annar, Bergþóra Helga þriðja og Esther Lind fjórða.
Í æfingunni tóku þátt: Óskar Víkingur Davíðsson, Stefán Orri Davíðsson, Batel Goitom Haile, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Brynjar Haraldsson, Ívar Lúðvíksson, Rayan Sharifa, Viktor Már Guðmundsson, Frank Gerritsen Elfar Ingi Þorsteinsson, Einar Tryggvi Petersen, Þórdís Agla Jóhannsdóttir, Einar Dagur Brynjarsson, Bergþóra Helga Gunnarsdóttir, Esther Lind Valdimarsdótttir, Gunnar Freyr Valsson, Andri Hrannar Elvarsson, Brynjólfur Jan Brynjólfsson, Sigurður Rúnar Gunnarsson, Zofia Momuntjuk, Wiktoria Momuntjuk, Ásgeir Karl Gústafsson, Bjartur  Freyr Jörgensen Heider og Witbet Haile.

Næsta mánudag 14. nóvember 2016 hefst unglingameistaramót Hugins kl. 16.30 sem kemur í stað hefðbundinnar mánudagsæfingar. Næsta hefðbundna æfing verður mánudaginn 21. nóvember 2016 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.