Aðalfundur Skákfélagsins Goðans fer fram miðvikudagskvöldið 29. janúar kl 20:30 í Framsýnarsalnum á Húsavík. Dagskrá aðalfundar verður samkvæmt lögum félagsins. 

Ársskýrsla og ársreikningar verið sendir félagsmönnum, þegar þeir liggja fyrir og eru félagsmenn hvattir til að kynna sér efni þeirra fyrir fund. Frestur til að leggja fram lagabreytingatillögur er til 19 janúar.

Efnt verður til skákæfingar fyrir fund á sama stað sem byrjar kl 19:00.

Stjórn Goðans