Skákþing Goðans 2025 fer fram helgina 24-26 janúar nk í Framsýnarsalnum á Húsavík. Mótið verður 5 umferða kappskákmót með 90 mín +30 sek á leik í viðbótartíma. Fyrsta umferð verður tefld á föstudagskvöldið 24. janúar. Tvær umferðir verða síðan tefldar laugardag og sunnudag 25 og 26 janúar. Hver keppandi getur tekið hálfs vinnings bye (yfirsetu) einu sinni í mótinu en þó ekki í lokaumferðinni.
Óstaðfest dagskrá
1 umferð kl 19:30 föstudaginn 24 janúar
2 umferð kl 10:00 laugardaginn 25 janúar
3 umferð kl 15:00 laugardaginn 25 janúar
4 umferð kl 10:00 sunnudaginn 26 janúar
5 umferð kl 15:00 sunnudaginn 26 janúar
Vegna HM í handbolta verður ekki hægt að gefa út nákvæmar tímasetningar á hverri umferð fyrir sig, fyrr en leiktímar Íslands í milliriðlum á HM liggja fyrir, sem ætti að vera 2-3 dögum fyrir mót. Hægt verður að hnika eitthvað til tímasetningum á hverri viðureign fyrir sig.
Mótið er ókeypis og er opið öllum áhugasömum en aðeins félagsmenn Goðans geta unnið til verðlauna. Verðlaunað verður fyrir þrjá efstu og sigurvergarinn fær farandbikar og nafnbótina Skákmeistari Goðans 2025.
Skráning er hafin í mótið og er skráningarfrestur til kl 12:00 föstudaginn 24 janúar og verður þá gefin út pörun í 1. umferð. Óskir um yfirsetu í 1. umferð þurfa þá að liggja fyrir.
Skráning fer fram hér á chess-manager
Þegar skráðir keppendur
Mótið er nú haldið í 22 skiptið og hefur Rúnar Ísleifsson oftast unnið það, eða sex sinnum alls. Smári Sigurðsson hefur unnið mótið fimm sinnum og er núverandi skákmeistari Goðans. Átta skákmenn hafa hampað titilinum einu sinni eða oftar í gegnum tíðina.
Meistaramót Goðans – Skákþing
2004 Baldur Daníelsson
2005 Ármann Olgeirsson
2006 Ármann Olgeirsson
2007 Smári Sigurðsson
2008 Smári Sigurðsson
2009 Benedikt Þorri Sigurjónsson
2010 Rúnar Ísleifsson
2011 Jakob Sævar Sigurðsson
2012 Rúnar Ísleifsson
2013 Smári Sigurðsson
2014 Jakob Sævar Sigurðsson
2015 Rúnar Ísleifsson
2016 Sigurður Daníelsson
2017 Tómas Veigar Sigurðarson
2018 Tómas Veigar Sigurðarson
2019 Rúnar Ísleifsson
2020 Rúnar Ísleifsson
2021 Jakob Sævar Sigurðsson
2022 Smári Sigurðsson
2023 Rúnar Ísleifsson
2024 Smári Sigurðsson
2025 ?