Andri og Jón Kristinn kjördæmismeistarar Norðulands – Eystra.

Andri Freyr Björgvinsson og Jón Kristinn Þorgeirsson urðu kjördæmismeistarar Norðurlands-Eystra í skák en kjördæmismótið fór farm á Akureyri í dag.  Andri Freyr fékk 5 vinninga af 6 mögulegum í eldri flokki. Snorri Hallgrímsson varð í öðru sæti með 4,5 vinninga, Hlynur Snær Viðarsson varð í 3. sæti með 2,5 vinninga og Magnús Valjöts varð í 4. sæti án vinninga.
Andri, Snorri og Hlynur verða því fulltrúar Norðurlands-Eystra í eldri flokki á Landsmótinu í skólaskák sem verður haldið í Stórutjarnaskóla 3-6 maí nk. 

apríl 2012 008
 
                               Magnús, Andri, Hlynur og Snorri.

Jón Kristinn Þorgeirsson vann öruggan sigur í yngri flokki með fullu húsi vinninga, eða 5 talsins. Símon Þórhallsson varð í öðru sæti með 4 vinninga og Tinna Ósk Rúnarsdóttir varð þriðja með 3 vinninga. Þau verða því fulltrúar Norðurlands-Eystra í yngri flokki á landsmótinu.
Bjarni Jón Kristjánsson varð í 4. sæti með 2 vinninga, Hermann H Rúnarsson varð í 5. sæti með 1. vinninga og Jakub Pitor Stakkiewicz varð í 6. sæti án vinninga. 

apríl 2012 005
 
                        Tinna, Jón Kristinn og Símon.

Landsmótið í skólaskák hefst kl 16:00 fimmtudaginn 3. maí í Stórutjarnaskóla í Þingeyjarsveit.