Kjördæmismót Norðurlands-Eystra í skólaskák fór fram í Seiglu á Laugum í gær. Sex keppendur mættu til leiks í eldri flokki og stóð Arnar Smári Signýjarson uppi sem sigurvegari með fullt hús vinninga, 5 alls. Ari Ingólfsson varð í öðru sæti 4 vinninga og Björn Gunnar Jónsson varð í þriðja sæti með 3. vinninga. Arnar og Ari verða því fulltrúar Norðurlands Eystra í eldri flokki á Landsmótinu í skólaskák sem fer fram á Akureyri 4-7. maí.

Lokastaðan í eldri flokki:

  1. Arnar Smári Signýjarson      5 vinningar
  2. Ari Ingólfsson                       4
  3. Björn Gunnar Jónsson         3
  4. Daði Örn Gunnarsson          2
  5. Davíð Þór Þorsteinsson       1
  6. Stefán Bogi Aðalsteinsson   0

Fimm keppendur mættu til leiks í yngri flokki og vann Fannar Breki Kárason sigur í yngri flokki, með fullu húsi vinninga, 4 alls. Ágúst Ívar Árnason varð í öðru sæti með 3 vinninga og Gabríel Freyr Björnsson varð í þriðja sæti með 2 vinninga.  Fannar og Ágúst verða því fulltrúar Norðurlands – Eystra á Landsmótinu í skólaskák í yngri flokki.

  1. Fannar Breki Kárason                                                       4 vinningar
  2. Ágúst Ívar Árnason                                                            3
  3. Gabríel Freyr Björnsson                                                    2
  4. Kristján Ingi Smárason og Magnús Máni Sigurgeirsson 0,5

Umhugsunartíminn á mann í báðum flokkum voru, 15 mín á skák.

Myndirnar tók Kári Magnússon.

Yngri flokkur 2017
Þrír efstu í eldri flokki