Páskaeggjamót Hugins í Mjódd fór fram í 25 sinn síðastliðinn mánudag 10.apríl . Keppendur voru 49 sem gerir mótið eitt af þeim best sóttu. Að þessu sinni var umhugsunartíminn 5 mínútur + 2 sekúndur á hvern leik í stað 7 mínútna umhugsunartíma eins og verið hefur hingað til en umferðirnar voru sjö eins og áður. Það var djús og vatn fyrir keppendur en heitt á könnunni fyrir foreldra og var glatt á hjalla allan tímann, Eins og og oft áður fengust afgerandi úrslit því í þetta sinn sigraði Óskar Víkingur Davíðsson örugglega á mótinu með því að vinna alla sjö andstæðinga sína nokkuð örugglega. Þótt Óskar hafi áður unnið til verðlauna á mótinu er þetta hans fyrsti sigur og aldrei að vita nema þeir verði fleiri síðar. Það var jöfn barátta um næstu sæti og þar gerðu margir tilkall til verðlauna en þegar upp var staðið var Gunnar Erik Guðmundsson einn í öðru sæti með 6v. Hann tefldi vel á mótinu og tapaði aðeins fyrir Óskari.  Þar sem Gunnar Erik var sá eini þeirra sem var með 5v fyrir lokaumferðina, sem náði sér í vinning í síðustu umferðinni voru margir jafnir með 5v í lokin eða samtals 10 skákmenn. Af þeim var Magnús Hjaltason efstur á stigum og hlaut hann þriðja sætið.

 

Veitt voru verðlaun í fjórum flokkum. Þremur aldursflokkum. Þrír efstu keppendur komu úr flokki þeirra sem fæddir voru 2005 – 2008 en það voru eins og fram hefur komið Óskar Víkingur Davíðsson, Gunnar Erik Guðmundsson og Magnús Hjaltason.  Í elsta aldursflokkum þeirra sem fædd voru 2001-2004 voru efst  þau Karl Anderson Claesson, Rakel Tinna Gunnarsdóttir og Steindór Sólon Arnarson.

Í flokki þeirra sem fædd voru 2009 og síðar hlutu verðlaun þeir Einar Dagur Brynjarsson, Egill Breki Pálsson og Gunnar Freyr Valsson.

Stúlknaverðlaun fengu Iðunn Helgadóttir, Batel Goitom Haile og Ylfa Ýr Welding Hákonardóttir. Þær tefldu á efstu borðum allt mótið og stóðu sig mjög vel og gáfu strákunum ekkert eftir.

Auk þess fékk efsti keppandi í hverjum aldursflokki páskaegg í verðlaun. Ef sá efsti hafði unnið páskaegg í aðalverðlaun fékk sá næsti í aldursflokknum páskaeggið.

Í lokin voru sjö páskaegg dregin út og duttu þar í lukkupottinn þau Árni Ólafsson, Kiril Alexander Igorson, Alfreð Dossing, Arnór Gunnlaugsson, Adam Omarsson, Víkingur Eldon Arnarson og Bergþór Helga Gunnarsdóttir. Þau sem ekki hlutu verðlaun á mótinu voru svo leyst út með páskaeggi nr. 3 þannig að allir fóru ánægðir heim. Mótsstjórar voru Alec Elías Sigurðarson, Erla Hlín Hjálmarsdóttir og Vigfús Ó. Vigfússon.

Eftirtaldir hlutu verðlaun á páskaeggjamótinu:

Flokkur 2001-2004:

  1. Karl Anderson Claesson, 4v
  2. Rakel Tinna Gunnarsdóttir, 3,5v
  3. Steindór Sólon Arnarson, 3v

Flokkur 2005-2008:

  1. Óskar Víkingur Davíðsson, 7v
  2. Gunnar Erik Guðmundsson, 6v
  3. Magnús Hjaltason, 5v

Flokkur 2009 og yngri

  1. Einar Dagur Brynjarsson, 4v
  2. Egill Breki Pálsson, 4v
  3. Gunnar Freyr Valsson, 4v

Stúlkur:

  1. Iðunn Helgadóttir, 5v
  2. Batel Goitom Haile, 5v
  3. Ylfa Ýr Welding Hákonardótttir, 4v

Árgangaverðlaun:

  • Árgangur 2011:  Jósef Omarsson
  • Árgangur 2010:  Leon Bjartur Sólar Arngrímsson
  • Árgangur 2009:  Bjartur Þórisson (Einar Dagur Brynjarsson)
  • Árgangur 2008:  Soffía Arndís Berndsen
  • Árgangur 2007:  Rayan Sharifa (Gunnar Erik Guðmundsson)
  • Árgangur 2006:  Stefán Orri Davíðsson
  • Árgangur 2005:  Anton Breki Óskarsson (Óskar Víkingur Davíðsson)
  • Árgangur 2004:  (Steindór Sólon Arnarson)
  • Árgangur 2003:  Tinna Chloé Kjartansdóttir (Rakel Tinna Gunnarsdóttir)
  • Árgangur 2002:  Sigurður Arnar Garðarsson
  • Árgangur 2001:  (Karl Anderson Claesson)

Lokastaðan á páskaeggjamótinu í chess-results:

Gert verður hlé á barna- og unglingaæfingum fram yfir páskahátíðina. Næsta æfing verður  mánudaginn 24. apríl og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.