Óttar Örn Bergmann Sigfússon sigraði á æfingu sem haldin var þann 24. apríl sl. Óttar Örn fékk 5v í jafn mörgum skákum eða fullt hús eins og það er kallað. Næst komu Rayan Sharifa og Berþóra Helga Gunnarsdóttir með 4v. Rayan tapaði fyrir félaga sínum Óttari Erni og var hærri á stigum og hlaut annað sætið. Bergþóra missti af fyrstu umferð og tók Monrad vindinn upp töfluna og var þvi lægri á stigum og hlaut þriðja sætið.

Það voru ekki dæmi lögð fyrir þátttakendur á þessari æfingu en þemaskák var í tveimur umferðum. Á efri borðum var tekið fyrir afbrigðið þegar hvítur leikur Rb3 í fjórða leik eftir að svartur setur á riddaranna þar sem hann stendur á d4. Á neðri borðum var látið nægja að setja upp upphafsstöðuna í skoska leiknum og þátttakendur spunnu út frá henni.

Í æfingunni tóku þátt: Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Rayan Sharifa, Bergþóra Helga Gunnarsdótttir, Brynjar Haraldsson, Gunnar Freyr Valsson, Brynjólfur Yan Brynjólfsson, Hans Vignir Gunnarsson, Garðar Már Einarsson, Wiktoria Momuntjuk, Alfreð Dossing, Adrian Efraím Beniaminsson Fer, Jóhann Már Guðjónsson, Zofia Momuntjuk og Trausti Theódór Helgason.

Næsta æfing verður mánudaginn 8. maí 2017 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.