Hið árlega Atskákmót Goðans 2022 fer fram í Framsýnarsalnum á Húsavík laugardaginn 12. nóvember og hefst mótið kl 10:30. Tefldar verða 7 umferðir og verður umhugsunartíminn 15 mín með 5 sek viðbótartími á hvern leik. Áætluð mótslok eru um kl 16:00.

Smári Sigurðsson Atskákmeistari Goðans 2021
Mótið er öllum opið en aðeins félagsmenn Goðans geta unnið til verðlauna.
Þátttökugjald er krónur 1000.
Mótið verður reiknað til Fide atskákstiga. Áhugasamir geta skráð sig til leiks í síma 8213187 (Hermann) Tekið er við skráningum í mótið til klukkan 10:25 á mótsdegi. 
Smári Sigurðsson er Atskákmeistari Goðans 2021