Dagskrá

Æfinga og mótaáætlun Goðans 2024-25. Chess events 2024-25

mar
2
Lau
Íslandsmót Skákfélaga – Seinni hluti 2-3 mars 2024 @ Rimaskóli
mar 2 @ 11:00 – mar 3 @ 15:00

Allar upplýsingar um Íslandsmót skákfélaga.

Kæru félagsmenn Skákfélagsins Goðans. Nú styttist í seinni hluta Íslandsmót skákfélaga, sem hefst laugardaginn 2. mars 2024 kl: 11:00 í Rimaskóla (Ekki Fjölnishöll) í Reykjavík. Hér fyrir neðan er samantekt um mótið fyrir þá sem hafa ekki teflt með okkur áður og hinum til upprifjunar. Lesið þetta vandlega yfir.

Dear members of the Goðinn Chess Club. The Icelandic chess division of chess clubs is approaching. It starts on saturday 2. march at: 11:00 in Rimaskóla in Reykjavík. Below is a summary of the tournament for those who have not played with us before and for the rest of us to review. The second part will take place in March 2024. Read this carefully.

Skákfélagið Goðinn stefnir á að senda 3 skáksveitir til keppni á tímabilið 2023-24. Það þarf 6 skákmenn í hverja sveit og því þurfum við að manna 18 borð í öllum umferðum. Það er vissulega krefjandi verkefni en alls ekki ófyrirstíganlegt. Það hefur fjölgað mikið í félaginu og þess vegna er þetta gerlegt að við teljum. Til þess þarf góða skipulagningu og allr stefni að þessu saman. Tímabilið er skipt í tvo hluta, fyrri og seinni. Fyrri hlutinn verður 13-15 október nk. en síðari hlutinn verður 2-3 mars 2024. Íslandsmót Skákfélaga er vanalega fjölmennasta skákmót sem haldið er á Íslandi ár hvert en 300 – 400 keppendur taka þátt í því. Goðinn hefur verið með síðan 2007.

Goðinn chess club aims to send 3 chess teams to compete in the Icelandic Division season 2023-24. Each team needs 6 chess players, so we need to fill 18 tables in all rounds. It is certainly a challenging task, but possible. The number of people in the club has increased a lot, and that is why we think this is possible. This requires good planning and an all-round strategy. The season is divided into two parts, first and second. The first part will be played 13-15 October. but the second part will be on 2-3 March 2024. Íslandsmót Skákfélaga is usually the most crowded chess tournament held in Iceland every year, with 300 – 400 competitors taking part. 

A-sveit Goðans teflir í 3. deild eftir að sveitinn vann sig upp úr 4 deildinni á síðasta tímabili. Í 3. deild taka 8 lið þátt. 2 efstu vinna sig upp í 2. deild en 2 neðstu falla í 4. deild. B-sveit Goðans og væntanleg C-sveit tefla báðar í 4 deild, sem er jafnframt neðsta deildin og er ótakmarkaður fjöldi liða í þeirri deild. 6 skákmenn eru í hverju liði.

Goðinn A- team plays in the 3rd division after the team won their way up from the 4th division last season. In the 3rd division, 8 teams participate. The top 2 move up to the 2nd division, while the bottom 2 are relegated to the 4th division. Goðinn B-team and the upcoming C-team both play in division 4, which is also the lowest division and there is an unlimited number of teams in that division. There are 6 chess players in each team.

Í fyrri hlutanum eru tefldar 4 umferðir en í síðari hlutanum (mars 2024) 3. umferðir. Tímamörk eru 90 mín +30 sek/á leiki í viðbótartíma. Allir þeir sem tefla fyrir Goðann geta að hámarki teflt 4 skákir í fyrri hlutanum og 3 skákir í seinni hlutanum, eða 7 alls. Væntanlega geta ekki allir teflt allar 7 skákirnar af ýmsum ástæðum og það er auðvitað ekkert mál að græja það. Liðsstjóri Goðan þarf bara að vita það með fyrirvara hvaða skákir viðkomandi getur ekki teflt svo að hægt sé að manna öll borð í öllum sveitum. Til dæmis verður hægt að tefla bara eina skák ef viðkomandi vill. Goðinn er með sérstakt skjal þar sem liðsskipan er uppfærð í live útgáfu. Þar er hægt að sjá á hvaða borði og í hvaða sveit viðkomandi er settur á í hverri umferð miðað við styrkleikalista félagsins (sjá neðar). Það getur verið að keppendur færist upp eða niður á milli borða og jafnvel á milli sveita ef miklar inná skiptingar (forföll) eiga sér stað í einhverjum umferðum.

In the first part, 4 rounds are played, while in the second part (March 2024) 3 rounds. Time limit is 90 min+30 sec/per move in additional time. All those who play for the Goðinn chess club can play a maximum of 4 games in the first part and 3 games in the second part, or 7 games in total. Presumably, not everyone can play all 7 games for various reasons, and it is of course not a problem. Team leader of Goðinn (Hermann) just needs to know in advance which rounds the person cannot play so that all boards in all teams can be manned. For example, it will be possible to play just one game if the person wants to. Goðinn has a special document where the team structure is updated in the live version. There you can see which board and which team the you are placed in on each round based on the Goðinn chess club strength list (see below). Players may move up or down between tables and even between teams if there are large changes in the lineup in some rounds.

5. round starts at 11:00 saturday 2. march  in Rimaskóli
6. round starts at 17:00 saturday 2. march in Rimaskóli
7. round starts at 11:00 sunday 3. march in Rimaskóli

Styrkeika raðaðir listar skákfélaga (Goðinn chess club strength list or Line up) 

HERE IS OUR LINE UP.

Grænn litur= A-lið. Blár litur = B-lið. Gulur litur = C lið + varamenn.

Green color = A-teamBlue color = B-team. Yellow color = C team and subs.

Athugið að listinn gæti breyst eitthvað fram að 13 október. Ný nöfn gætu komið inn og það liggur ekki endanlega fyrir nákvæmega á hvaða borði hver og einn tefli í hverri umferð fyrir sig, en það liggur nokkurn veginn fyrir í hvaða liði menn eru. En Styrkleikaröðin breytist væntanlega ekki mikið hér eftir. Athugið líka að þó að nafnið ykkar sé ekki merkt með neinum lit ennþá, þýðir það ekki að þið verðið ekki með. Það á eftir að gera ráðfyrir að sumir fyrir ofan ykkur tefla ekki allar skákirnar og það er öruggt að það opnast á skákir fyrir ykkur líka. Eins gæti einhver eða einhverjir forfallast alveg úr mótinu fram til 13 okt. Það er ennþá nokkuð lagt í mótið og margt getur breyst þangað til.

Note that the line up may change slightly until October 13. New names could come in, and it is not definitively known exactly which board each person plays in each round individually, but it is more or less known which team they are on (A-B or C-team). But the Strength List order probably won’t change much hereafter. Also note that just because your name isn’t marked with any color yet, doesn’t mean you won’t be included. It will be assumed that some players above you do not play all the chess games, and it is certain that it will open for some games you too. Also, someone could be completely eliminated from the tournament until Oct. 13. There is still a lot to do and a lot can change until then.

Fyrir upphaf 1. umferðar Íslandsmóts skákfélaga skulu þau félög sem þar taka þátt skila inn styrkleikaröðuðum lista yfir alla þá keppendur sem félagið hyggst tefla fram í Íslandsmóti Skákfélaga það árið. Ekki er leyfilegt að breyta þeirri röð eftir að keppni hefst. Gangi nýjir skákmenn til liðs við Goðann á milli fyrri hluta og seinni hluta mótsins, þarf að skila inn uppfærðum styrkleikalista fyrir seinni hlutann ef nota á viðkomandi skákmenn í seinni hlutanum. Hugsanlegir nýjir skákmenn koma þá inn í listann miðað við styrkleika. Við uppstillingu í sveit skal keppendum raðað þannig að sterkasti skákmaðurinn teflir á fyrsta borði, sá næststerkasti á öðru borði o.s.frv. Keppandi getur flust upp eða niður um borð milli umferða og eftir atvikum um sveit, ef félagið sendir fleiri en eina sveit til keppni, en heildarröð keppenda skal haldast óbreytt. Ef félag teflir fram fleiri en einni sveit í keppninni skulu þær auðkenndar með A, B, C o.s.frv. Sveit A skal vera sterkasta sveit félagsins, sveit B sú næststerkasta o.s.frv. Efsta borð í neðri sveit skal vera skipað keppanda sem hefur svipaðan eða minni styrkleika en neðsta borð í efri sveit.

Before the start of the 1st round of the tournament, all clubs must submit a strength-ranked list (Line up) of all the players that the club intends to use in the tournament that year. It is not allowed to change that line up after the tournament starts. If new chess players join the Goðinn chess club between the first half and the second half of the tournament (nov -feb), an updated strength list for the second half must be submitted if the new chess players are to be used in the second half. Potential new chess players then enter the line up based on strength. The line up must be arranged so that the strongest chess player plays on the first board, the second strongest on the second board, and so on. A player can move up or down the board between rounds and depending on the circumstances of the team, if Goðinn chess club sends more than one team to the competition, but the overall order of the competitors must remain unchanged. If Goðinn sends more than one team in the competition, they must be identified with A, B, C, etc. Team A shall be the clubs strongest team, team B the second strongest, and so on.

Þegar breytingar verða á liðum, t.d forföll á milli umferða, hafa þær eðlilega mest áhrif á C-liðið þar sem allar breytingar á mönnum í A og B-sveit leiða alla leið niður í C-sveit. Þannig getur verið að keppandi sem tefldi á 5. borði í C-sveit í 1. umferð tefli á 2. borði í C-sveitinni í 2. umferð. Svo gæti hann færst niður á 6. borð í C-sveit í 3. umferð o.s.frv. Sveifluranar verða meiri eftir því sem fleiri sveitir eru hjá félaginu.

When there are changes in the line up, e.g. cancellations between rounds, they naturally have the greatest impact on the C team, as all changes in players in the A and B teams lead all the way down to the C team. Thus, it is possible that a player who played on the 5th table in the C-team in the 1st round will play on the 2nd table in the C-team in the 2nd round. Then he could move again down to the 6th table in the C-team for the 3rd round, etc. 

Parað er í mótið eftir Swiss-kerfinu í 4. deild og allar upplýsingar koma fram á chess-results. Við vitum með nokkra klukkutíma fyrirvara hvaða lið B og C-liðin okkar fá í 1. umferð. Hinsvegar vitum við ekki hvaða andstæðinga hver og einn teflir við fyrr en viðkomandi sest andspænis okkur við upphaf hverrar umferðar. það er mun styttri fyrirvari á andstæðinum í hinum umferðunum. A-liðið teflir hinsvegar við öll liðin í 3. deild (round robin) og pörun í 3. deild er venjulega framkvæmd með meiri fyrirvara og minni óvissa er um hvaða skákmenn tefla í liðunum í 3. deild. Það eru þó nokkrar líkur á að B og C-liðin okkar mætist í einhverri umferðinni í 4. deild, það hefur gerst áður. Ef þannig vill til að einhver okkar manna fær ekki andstæðing vegna forfalla í liði anstæðinganna þá vinnst sú skák eftir að 30 mín eru komanar á skákklukkuna. Þá bíður maður baa rólegur í 30 mínútur og fær síðan auðveldan vinning.

Team matches in the tournament are based on the Swiss system in the 4th division and all information can be found on chess-results. We know a few hours in advance which teams our B and C teams will get in the 1st round. However, we don’t know which opponents each one is playing against until that person sits facing us at the start of each round. there is a much shorter notice for the opposition in the other rounds. The A-team, however, plays against all the teams in the 3rd division (round robin) and pairings in the 3rd division are usually made with more notice and there is less uncertainty about which players play in the teams in the 3rd division. There is some chance that our B and C teams will meet in one of the rounds in the 4th division, it has happened before. If it so happens that one of our players does not get an opponent due to a failure in the opponent’s team, that game is won after 30 minutes are on the chess clock. Then you wait quietly for 30 minutes and then get an easy win.

Goðinn Strengt list, Line up from last year. We had 2 teams last year. Green is playing and the table number. Yellow is the bench, but ready to play if needed. White = not playing that time but on the list. You can see that there are more changes in the B-team. The Line up will be much longer this year and more changes between rounds. We will use diffrent color for each teams. Note that this was not the final Line up for last year. It did change a bit.

Þegar Styrkleikalistinn okkar er búinn til er fyrst og fremst horft til skákstiga viðkomandi og þá aðallega kappskákstiga okkar félagsmanna og raðað samkvæmt þeim (að mestu leiti). Síðan eru atskákstig skoðuð og að lokum hraðskákstig. Ef keppandi hefur td. ekki teflt lengi og hann er talinn ekki í þjálfun er heimillt að raða viðkomandi neðar en stigin segja til um. (Þá er verið að tala um 100-200 elo stig). Í einhverjum tilfellum er horft til gömlu Íslensku skákstiganna, sem voru lögð niður 2016. Nokkrir félagsmenn höfðu Íslensk skákstig en hafa ekki unnið sér inn fide-skákstig þar sem þeir hafa ekki teflt í einhver ár. Ef skákmaður hefur ekki (aldrei) unnið sér inn nein skákstig, er horft til árangurs viðkomandi á mótum eða æfingum og reynt að meta styrkleika viðkomandi. Það getur oft reynst erfitt að meta styrkleika stiglausra skákmanna er þá bara raðað random upp. Þessir skákmenn raðast venjulega í C-sveitina og síðan á varamanna bekkinn.

When our Strengths List (Team line up) is created, we first look at the players chess elo and first at the standard chess elo points of our players and rank them accordingly (for the most part). Many players have only rapid og blitz elo but not standard. So next we look at the the rapid elo and finally blitz chess elo points. If a player has, for example not played chess for a long time and he is not considered to be in training, it is allowed to rank the person lower than the his points indicate. (100-200 elo points). In some cases, we look at the old Icelandic chess points, which were discontinued in 2016. Several members had Icelandic chess points but have not earned fide chess elo points yet because they have not played for some years. If a chess player has not earned any chess points of any kind, the person’s results in tournaments or practice are looked at and an attempt is made to assess the person’s strength. It can often turn out to be difficult to assess, and unranked players are then just ranked up somehow in the C-team and then on the bench, but ready to play if needed.

Þið megið alls ekki líta á það sem móðgun að einhver annar eða aðrir sé raðað fyrir ofan þig sem þú telur að séu slakari en þú sjálfur í skák…. Munið að eftir því sem þið eruð á borði með hærra númeri (borð 4, 5 eða 6) eru andstæðingarnir lakari og því meiri líkur á að þú vinnir þá. Á næsta keppnistímabili getur uppröðunin verið allt öðruvísi.

You must not at all consider it an insult that someone else or others are ranked above you in the Line-up, who you think are weaker than yourself in chess. Remember that if you are ranked lower than you hoped for, your opponents are weaker and therefore more likely you are to beat them. Next season, the line-up may be different.

Styrkleikalisti Goðans er þegar kominn upp á google. Sjá hér.  Athugið að hann er í sífelldri vinnslu og líklegt að hann breytist og þá sérstaklega fyrir neðan miðju. Grænu dálkarnir þýða að viðkomandi ætlar að vera með, en liðsuppstilling fyrir hverja umferð fyrir sig liggur ekki fyrir, enda mun hún ekki liggja endalega fyrir fyrr en 13. október. En þið getið sé svona c.a. í hvaða liði þið verðið. Grænu dálkunum á eftir að fjölga talsvert.

Goðinn chess club list of strengths (Line up) is already up on google. See here.  Note that it is a work in progress and likely to change. The green columns mean that the person is going to play, but the team line-up for each round is not available yet, as it will not be finalized until October 13th. But you can soon see which team will you be in. The number of green columns is going to increase considerably in coming weeks.

Ferðatilhögun og gisting. Travel arrangements and accommodation.

Allir keppendur sem koma með suður til Reykjavíkur til þess að tefla héðan að norðan, fá gistingu í íbúðum sem félagið útvegar. Íbúðirnar eru í eigum Framsýnar stéttarfélags og eru í Þorrasölum í Kópavogi. Gistingin er ókeypis og bílferðin (Húsavík -Reykjavík-Húsavík) líka. Lagt er af stað fyrir hádegi föstudaginn 13. okt og farið heim síðdegis á sunnudeginum 15. október. Smalað verður saman í 2 eða 3 bíla og keyrt á þeim fram og til baka. Að sjálfsögðu geta keppendur valið það ferðast á eigin vegum og gista á eigin vegum, kjósi þeir það. Ef viðkomandi ætla td. að gera eitthvað annað í Reykjavík og vera lengur eða fara fyrr suður og nýta ferðina í eitthvað annað með taflmennsku. Það er einnig hugsanlegt að félagið leigi litla rútu, eða 6-9 manna bíl, til að ferðast á en það liggur ekki fyrir á þessari stundu. Þó nokkuð margir félagsmenn búa á höfuðborgarsvæðinu og þurfa því ekki neina gistingu. Þeir keyra bara sjálfir á staðinn og tefla.

All players who live in the Húsavík-Mývatn area come south to Reykjavík to play will be accommodated in apartments provided by the club. The apartments are owned by Framsynar union and are in Þorrasalir in Kópavogur. The accommodation is free and so is the car journey (Húsavík/Mývatn -Reykjavík – Húsavík/Mývatn). We leave before noon on Friday the 13. of October and return home in the aftenoon/evening on Sunday 15. October. Players will be herded together into 2 or 3 cars and driven back and forth. Of course, the players can choose to travel on their own and spend the night on their own at friends house og whatever, if they choose. If the person intends, for example to do something else in Reykjavík and stay longer or go south earlier, feel free to do so. It is possible that the chess club will rent a small bus, or a 6-9 person car, to travel on. We will see about that. Although quite a few members live in the capital area and therefore do not need any accommodation. They just drive themselves to the tournament.

Við komuna til Reykjavíkur byrjum við á að fara í íbúðirnar og skipta keppendum á milli þeirra og græja þær. Íbúðirnar eru allar í sömu blokk. Líklegt er að við stefnum á að borða saman á einhverjum stað fyrir 1. umferð. Á sunnudagsmorgni þurfa allir að hjálpast að það þrýfa íbúðirnar og skila þeim heinum og fínum. Því verki þarf að vera lokið 10:30 í síðasta lagi og þá er ekið á skákstað og síðasta umferð á sunnidegi hefst kl 11:00. Að henni lokinni líkega um kl 15:00 er beinustu ekið heim.

Upon arrival in Reykjavík on friday 13. october, we start by going to the apartments and dividing the between players. The apartments are all in the same block. It is likely that we will plan to eat together somewhere, before start of 1. round. On Sunday morning, everyone has to help to clean the apartments and leave them clean and tidy. That work must be finished by 10:30 at the latest and then we drive to the chess venue and the last round on Sunday starts at 11:00. The last round on sunday finish around 15:00, the we drive home.

Hvað þarf að hafa með ? What to bring ?

Í öllum þremur íbúðunum eru tvö svefnherbergi, með rúmum fyrir 4. Svo er svefnsófi í stofunni. Það geta því gist 5 í hverri íbúð. Þeir sem gista í íbúðunum þurfa að hafa með sér eftirfarandi: sængurver, koddaver og lak. Einnig handklæði og hreinlætisvörur. Skákfélagið Goðinn sér um að morgunmatur (mjólk og cheerios) sé í boði í öllum íbúðunum. Að sjálfsögðu geta keppendur með haft með sér eitthvað annað til að snæða.

All three apartments have two bedrooms, with beds for 4. There is also a sofa bed in the living room. So up to 5 people can stay in each apartment. Those staying in the apartments must bring the following: a duvet cover, a pillow cover and a sheet. Also towels and toiletries. The chess club makes sure that breakfast (milk and cheerios) is available in all the apartments. Of course, the players can bring something else with them to eat.

Ýmislegt. To keep in mind

Þar sem tefldar eru 2 umferðir á laugardeginum 14. okt og líka laugardeginum í síðari hlutanum (væntanlega 2. mars 2024) gefst ekki mikill tími á milli umferða til að fá sér að borða eða gera eitthvað annað. Tíminn á milli er oft ekki nema um 2 klukkutímar. Venjulega fara flestir liðsmenn saman á matsölustað (oftast Kringlan). Það mun ekki gefast tími til að sækja bíllausa keppendur hingað og þangað um borgina og því er best að sem flestir haldi hópinn. Annað býður upp á vandræði við smölun á keppendum á milli umferða. En ef td. einhver keppandi þekki einhvern á höfðuborgarsvæðinu sem á bíl getur hann að sjálfsögðu nýtt sér það, sé tryggt að viðkomandi skili sér að skákborðin á réttum tíma fyrir næstu umferð.

Since there are 2 rounds played on Saturday 14. Oct and also the Saturday in the second part (probably March 2, 2024), there is not much time between rounds to eat or do anything else. The time between is often only about 2 hours. Usually, most team members go to a restaurant together (most often Kringlan shopping mall). There will not be time to pick up players without cars here and there around the city, so it is best that as many players as possible keep the group together. But if, for example a player knows someone in the city area who owns a car, he can of course make use of it, as long as it is ensured that the person returns to the chessboard in time for the next round.

Á mótsstað.  At the chess venue

Við mætum alltaf amk. 15 mín fyrir upphaf hverrar umferðar og mjög æskilegt er að þeir sem verða á eigin vegum, eða þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu, mæti helst 10 mín fyrir upphaf hverrar umferðar. Auðvitað geta komið upp óvænt forföll með skömmum fyrirvara, en eftir því sem fyrirvarinn er lengri getum við brugðist fyrr við og sett inn varamenn í þeirra stað. Takist ekki að manna borð tapast sú skák. Keppandi verður að vera mættur á sitt borð 30 mín eftir að umferð er hafinn. Mæti hann síðar er skákin dæmt töpuð ! Við viljum að sjálfsögðu forðast það. Mætum snemma !!

We always show up at least 15 minutes before the start of each round, and it is highly recommended that those who will be on their own, or those who live in the capital area, arrive preferably 10 minutes before the start of each round. Of course, unexpected absences can occur at short notice, but the longer the notice, the sooner we can react and replace them. If we don’t succeed in manning the board, that game is lost. Players must be at their table 30 minutes after the round has started. If player shows up later, the game is lost! Of course we want to avoid that. Dont be late !

Símar, myndavélar og önnur snjalltæki eru bönnuð á keppnisstað. Geymið símana út í bíl, eða skiljið þá eftir við skákstjóraborði í þar til gerðri geymslu og munið að slökkva á þeim ! Ef síminn hringir i vasa ykkar við skákborðið er skákin dæmt töpuð strax, óháð hver staðan er á borðinu.

Phones, cameras and other smart devices are prohibited at the chess venue. Store the phones outside in the car, or leave them at the chess arbiter table in a designated storage area in the chess hall, and remember to turn them off! If the phone rings in your pocket at the chess board, the game is lost immediately, regardless of the position on the board.

Það er sjoppa á mótsstað. Allir keppendur Goðans geta fengið sér kaffi, samloku, nammi eða gosdrykki og látið skrifa það á Goðann og drukkið og snætt það við skákborðið innan skynsamlegara marka. Munið að taka með ykkur penna þar sem allar skákir eru skrifaðar niður. Gleymist það er hægt að kaupa penna í sjoppunni, en betra er auðvitað að hafa bara penna með að heiman.

There is a small shop in Rimaskóli. All players of the Goðinn chess club can have a coffee, sandwich, candy or soft drink for free, and drink and eat it at the chess board within reasonable limits. Remember to bring a pen because all the moves in all games are written down. If you forget, you can buy a pen at the shop, but of course it’s better to just bring a pen from home.

Þorrasalir 1-3 í Kópavogi. Framsýn Union have 5 appertments in this house. Goðinn chess club has rented 3 of them for players in the weekend 13-15 october

Gangi okkur öllum vel. 

Good luck to us all.

mar
16
Lau
Héraðsmót HSÞ 2024 @ Ýdalir Aðaldal
mar 16 @ 13:00 – 16:00
Héraðsmót HSÞ 2024 @ Ýdalir Aðaldal

Héraðsmót HSÞ 2024 í skák, verður haldið í Ýdölum laugardaginn 16. Mars kl 13:00. Mótið verður 7 umferðir og tímamörk verða 10 mín + 5 sek í viðbótartíma á hvern leik. Mótið verður teflt í A og B-flokki. Áætluð mótlok er um kl. 17:30.

A- flokkurinn verður reiknað til atskákstiga hjá FIDE og er hugsaður fyrir þá sem hafa atskákstig þann 1. Mars 2024. Skráning í A-flokkinn

B-flokkurinn er hugsaður fyrir alla aldurshópa og þá sem eru án atskákstiga 1. mars 2024. Öllum er þó frjálst að skrá sig til keppni í  A-flokkinn þó þeir uppfylli skilyrði til að taka þátt í B-flokknum. Skrá sig til leiks í B-flokkinn

Skráning telst ekki gild fyrr en staðfesting hefur borist á greiðslu á þátttökugjaldi.

Mótið er opið öllum áhugasömum en aðeins þeir sem eru félagsmenn í einhverju aðildarfélagi HSÞ eða Skákfélaginu Goðanum, geta unnið til verðlauna. Í verðlaun verða ma. Gjafabréf í Skákbúðina, auk hefðbundina verðlauna. Þátttökugjald verður 2.000 krónur á mann og það greiðist við skráningu í mótið rafrænt.

Skráningu í mótið verður lokað kl 12:00 á keppnisdegi. Hægt verður þó að staðgreiða keppnisgjaldið á staðnum, ef viðkomandi greiðir rétta upphæð. Ekki verður posi á staðnum.

Skákfélagið Goðinn og HSÞ

mar
25
Mán
Páskaskákmót Goðans 2024 @ FRAMSÝN 20:30
mar 25 @ 20:30 – 22:00

Hraðskákmót reiknað til stiga. Tímamörk 7 mín + 2 sek/leik. Allir tefla við alla

Mótið á chess manager

Skrá sig til leiks

Þegar skráðir keppendur.

Þennan fallega bikar fær sigurvegarinn til varðveislu næstu árið.

Páskabikarinn
mar
29
Fös
The Dublin International Tournament @ The Talbot Hotel Dublin
mar 29 @ 19:00 – apr 1 @ 19:30
The Dublin International Open 2024 fer fram á Talbot Hótelinu í Dublin á Írlandi 29 mars til 1. apríl 2024. (Föstudagurinn langi til og með annar í Páskum) Tefldar verða 7 umferðir með 90+30 sek á leik á 4 dögum. Teflt verður í 3 flokkum: Open, 40+ og 65+ Eftir því sem okkur er tjáð af mótstjóra verða engar stiga takmarkanir í flokkana og ef þú skráir þig í td. Open flokkinn teflir þú bara gegn andstæðinum sem eru skráðir í Open flokkinn. Ekki gegn neinum í 40+ né 65+. Mótið verður sjáanlegt á chess-results þegar nær dregur.

Umferðatímar eru óstaðfestir, en líklegir.

Fyrsta umferð kl 19:00 föstudaginn 29. mars
Önnur og þriðja umferð kl 11:00 og 16:00 laugardaginn 30 mars
Fjórða og fimmta umferð kl 11.00 og 16:00 sunnudaginn 31. mars
Sjötta og sjöunda umferð kl 10:00 og 14:30 mánudaginn 1. apríl.
Athugið að umferðatímar eru aðrir á vef mótsins, en að sögn mótstjóra verða þeir eins og að ofan.

Skráning í Írska skáksambandið. Það þarf að skrá sig í Írska skáksambandið til þess að geta verið með. Þú velur Overseas ICU Membership og það kostar 20 evrur
Þú velur „new member“ og fyllir út þá dálka sem þarf og síðan er greitt með kreditkorti. Ath nota bara enska stafi.

Ef þú ert U-18 ára skráir þú þig hér og það kostar 20 evrur
Þú velur „new member“ og fyllir út þá dálka sem þarf og síðan er greitt með kreditkorti. Ath nota bara enska stafi.

Skrá sig í mótið sjálft. Þegar skráningu í Írska skáksambandið er komin getur þú skráð þig í mótið. Ef þú ætlar að skrá þig í Open flokkinn, gerir þú það hér. (það kostar 45 evrur) (Þú velur bara “select a member” og þá ættir þú að finna sjálfan þig.

Ef þú ætlar að skrá þig í 40+ flokkinn, gerir þú það hér  Það kostar 45 evrur)
Þú velur bara “select a member” og þá ættir þú að finna sjálfan þig.

Ef þú ætlar að skrá þig í 65+ flokkinn gerir þú það hér (það kostar 35 evrur)
Þú velur bara “select a member” og þá ættir þú að finna sjálfan þig.

Vefur mótsins fyrir opna flokkinn.

Vefur mótsins fyrir 40+ og 65 +

Samhliða mótinu verður haldið hraðskákmót og atskákmót á sama stað. það þarf að skrá sig sérstaklega í þau mót. Væntanlega geta menn gert það á staðnum ef menn vilja.

Ferðatilhögun.

Við ætlum að fljúga út að morgni föstudagsins langa 29. mars og koma heim þriðjudaginn 2. apríl. Það eru fimm dagar (4 nætur).

Morgunflugið frá Keflavík með Icelandair til Dublin er kl: 7:40 föstudaginn langa og heimflugið frá Dublin, með Icelandair, er kl 12:15 þriðjudaginn 2. apríl. Flugtíminn er 2 tímar og 35 mín. Að sjálfsögðu geta menn valið aðra flugtíma.

Áhugasamir geta haft samband við Hermann í síma 8213187.

Mynd úr salnum þar sem mótið fer fram. Virkar mjög vistlegur
apr
19
Fös
Skákþing Norðlendinga 2024 @ Skógar Fnjóskadal
apr 19 @ 19:30 – apr 21 @ 16:30

Skákþing Norðlendinga 2024 fer fram í Gamla Barnaskólanum að Skógum í Fnjóskadal helgina 19-21 apríl 2024. Mótið verður hefðbundið helgarmót af gamla skólanum með blöndu af atskák og kappskák. Það er Skákfélagið Goðinn sem sér um mótshaldið. Gamli Barnaskólinn að Skógum er staðsettur rétt sunnan við munna Vaðlaheiðarganga Fnjóskadalsmegin. Aðeins um 10 mín akstur frá Akureyri ef keyrt er um Vaðlaheiðargöng. Ef Víkurskarð er valið er það amk. 30 mín akstur frá Akureyri við bestu aðstæður. Á vef Vaðlaheiðarganga er hægt að kaupa ferðir í gegnum göngin.

Dagskrá:

Föstudagurinn 19. apríl klukkan 19:30 1.-4 umferð.
(Atskákir með tímamörkunum 15 mín +5 sek/leik)
Laugardagurinn 20. apríl kl. 10:00 5. umferð, kappskák 90 mín+30 sek/leik
Laugardagurinn 20. apríl kl. 17:00 6. umferð, kappskák 90+30
Sunnudagurinn 21. apríl kl.  10:00 7. umferð, kappskák 90+30

Skákstjórn: Hermann Aðalsteinsson og Áskell Örn Kárason.

Eftirfarandi Oddastig (tiebreaks) gilda í móltinu: 1. Buchholz (-1) 2. Buchholz 3. Innbyrðis úrslit 4. Sonneborn-Berger 5. Oftar svart
Mótin verða reiknað til FIDE atskákstiga og kappskákstiga.

Verðlaun. Hefðbundin verðlaunapeningar fyrir 3 efstu og farandbikar fyrir sigurvegarann, auk gjafabréfa í Skákbúðina.

1 sæti (með lögheimili á norðurlandi). 10.000 króna gjafabréf í Skákbúðina
2 sæti (með lögheimili á norðurlandi). 7.500 króna gjafabref í Skákbúðina
3 sæti (með lögheimili á norðurlandi). 5.000 króna gjafabréf í Skákbúðina

Efstur utan norðurlands, 10.000 króna gjafabréf í Skákbúðina
Efstur í flokki U-18 ára (með lögheimili á norðurlandi). 5.000 króna gjafabréf í Skákbúðina
Efstur í flokki U-18 ára utan norðurlands. 5.000 krónar gjafabréf í Skákbúðina.

Skráning í mótið fer einungis fram rafrænt. Þáttökugjöld er 5.000 kr. en 2.500 kr. fyrir 18 ára og yngri. (Hægt er að hafa samband við Hermann í síma 8213187 vilji menn greiða með öðrum hætti)
Skrá sig í SÞN 2024 (5000 kr)
Skrá sig í SÞN 2024 U-18 ára (2500 kr)
Þegar skráðir til keppendur

Skráning telst ekki gild fyrr en staðfesting hefur borist á greiðslu á þátttökugjaldi.

Hraðskákmót Norðlendinga 2024.

Hraðskákmót Norðlendinga 2024 fer síðan fram á sama stað. Það hefst ekki fyrr en í fyrsta lagi kl 15:00 á sunnudeginum 21. apríl og gæti dregist ef skákir í aðalmótinu dragst á langinn. Ekkert þátttökugjald er í hraðskákmótið. Umferðafjöldi ræðst af keppendafjölda. Tímamörk 5 mín. (enginn viðbótartími) Reiknað til hraðskákstiga hjá FIDE.

Gamli Barnaskólinn er rétt sunnan við Vaðlaheiðargöng
Gamli Barnaskólinn að Skógum
Stærri salurinn rúmar 8-10 borð
Minni salurinn rúmar um 4 borð