Dagskrá

Æfinga og mótaáætlun Goðans 2024-25. Chess events 2024-25

sep
23
Mán
Tornelo æfing 23. sept @ Tornelo.com
sep 23 @ 20:15 – 22:00
Tornelo æfing 23. sept @ Tornelo.com

Kæru félagar. Nú prófum við að halda skákæfingu á Tornelo. Þeir sem eru ekki með aðgang að Tornelo þurfa að stofna hann, sem er frír. Ég mæli með því að þið notið ykkar eigið nafn og veljið ykkur lykilorð. Æfingin fer fram á lokuðu svæði Goðans (Organization) á Torenlo. Smella hér og smellið síðan á „Mánudagsæfing 23. sept 2024“ Þar ættuð þið að geta skráð ykkur til leiks. Það væri æskilegt að gera það, þess vegna strax eða amk. nægilega snemma, svo að nægur tími sé til stefnum ef eitthvað klikkar.

Ég reikna með því að vera arbiter (mótsstjóri) og og tefli því ekki með á þessari æfingu. Það er alveg hugsanlegt að það þurfi að stilla og laga eitthvað til áður en við byrjum og þá hef ég tíma til þess ef ég tefli ekki með. Æfingin verður stillt á allir við alla (round robin)og það er hægt að breyta tímamörkunum ef mikil þátttaka verður í æfingunni.

Við notum Google Meet til að spjalla saman áður en við byrjum og á milli umferða. Smellið á „Open video room“ og það segir sig sjálft hvernig það virkar.

Torenlo hefur breyst mikið frá því að við notuðum það síðast, en vonandi verður það ekki vandamál.

okt
4
Fös
Íslandsmót Skákfélaga – fyrri hluti @ Rimaskóli
okt 4 @ 19:00 – okt 6 @ 15:00
Íslandsmót Skákfélaga - fyrri hluti @ Rimaskóli

Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga fer fram 4-6 október 2024 í Rimaskóla Gravarvogi.

Nánar um Íslandsmót skákfélaga hér.

okt
14
Mán
Skákæfing á Tornelo @ Tornelo.com
okt 14 @ 20:45 – 22:45
nóv
17
Sun
Atskákmót Goðans 2024 @ Framsýn
nóv 17 @ 10:30 – 17:30
Atskákmót Goðans 2024 @ Framsýn
Atskákmót Goðans 2024 fer fram í Framsýnarsalnum á Húsavík sunnudaginn 17. nóvember og hefst kl 10:30. Mótið verður 7 umferðir með 15+5 tímamörkum. (Hádegishlé eftir 3 umferð) Einungis verður tekið við skráningum í gegnum tengilinn hér að neðan. Skráningu lýkur föstudaginn 15. nóvember kl 20:00
Goðans rapid chess tournament 2024 will take place in the Framsyn in Húsavík (Garðarsbraut 26) on Sunday, November 17, starting at 10:30 a.m. The tournament will be 7 rounds with 15+5 time limits. (Lunch break after round 3) Registrations will only be accepted through the link below. Registration ends on Friday, November 15 at 20:00
mar
13
Fim
(Óstaðfest) Afmælismót Goðans 2025 @ Skjólbrekka Mývatnssveit
mar 13 @ 19:00 – mar 16 @ 19:30
(Óstaðfest) Afmælismót Goðans 2025 @ Skjólbrekka Mývatnssveit

7 umferða mót frá fimmtudagskvöldi 13 mars til sunnudags 16 mars.
2 umferðir á dag. Tímamörk verða 90 mín +30 sek/leik í viðbótartíma

Opinn flokkur: 2100 + og U-2100 flokkur.
Má taka 2 sinnum hálfs vinnings bye í mótinu þó ekki í 7. umferð

Þátttökugjald verður 10.000 kr á mann (70 evrur, 60 pund)

Það verður teflt í Skjólbrekku og erlendir keppendur gista á Sel-hóteli, Einnig innlendum boðsgestir (GM og IM) Það er um 500 metra labb frá Sel-hóteli að Skjólbrekku.

Erlendir skáktúristar (U-2100) geta auðvitað valið sér aðra gistingu, enda nægt framboð af gistingu í Mývatnssveit, en ekki allt í göngufæri við keppnisstað. Stefnum á Hraðskákmót í Sel-hótelinu á miðvikudagskvöldinu sem verður hugsað fyrir erlenda keppendur og Goðamenn og SA keppendur + alla áhugasama. Hægt að hafa skoðunarferð í Jarðböðin á mánudeginum eftir mót og kanski atskákmót á Sel-hótelinu.

Við erum að horfa mikið til þess að fá erlenda keppendur með beinu flugi til Akureyrar með EasyJet frá London og Manchester svæðinu. Því miður er bara flogið á þriðjudögum og laugardögum, sem setur okkur ákveðnar skorður. (Ef flogið væri á fimmtudögum og mánudögum liti þetta öðruvísi út). Það liggur því fyrir að það þarf alltaf að tefla eitthvað á virkum dögum sama hvaða fyrirkomulag er valið. Það setur innlendum keppendum ákveðnar skorður.

Meira síðar……