Æfinga og mótaáætlun Goðans 2024-25. Chess events 2024-25
Sumar/úti-skákmót Goðans 2024 fer fram laugardaginn 20 júlí á pallinum við Hlöðufell á Húsavík. Mótið verður partur af heimsmets tilraun hjá Fide. Mótið 7 umferðir með 10 mín skákum og verður reiknað til hraðskákstiga. Það verður opið öllum áhugasömum.
Godinn summer/outdoor chess tournament 2024 will take place on Saturday, July 20 at the platform at Hlöðufell in Húsavík. The tournament will be part of a world record attempt by Fide. We will play 7 rounds of 10 min games and it will be rated for blitz elo chess points. It will be open to anyone interested.
Kæru félagar. Nú prófum við að halda skákæfingu á Tornelo. Þeir sem eru ekki með aðgang að Tornelo þurfa að stofna hann, sem er frír. Ég mæli með því að þið notið ykkar eigið nafn og veljið ykkur lykilorð. Æfingin fer fram á lokuðu svæði Goðans (Organization) á Torenlo. Smella hér og smellið síðan á „Mánudagsæfing 23. sept 2024“ Þar ættuð þið að geta skráð ykkur til leiks. Það væri æskilegt að gera það, þess vegna strax eða amk. nægilega snemma, svo að nægur tími sé til stefnum ef eitthvað klikkar.
Ég reikna með því að vera arbiter (mótsstjóri) og og tefli því ekki með á þessari æfingu. Það er alveg hugsanlegt að það þurfi að stilla og laga eitthvað til áður en við byrjum og þá hef ég tíma til þess ef ég tefli ekki með. Æfingin verður stillt á allir við alla (round robin)og það er hægt að breyta tímamörkunum ef mikil þátttaka verður í æfingunni.
Við notum Google Meet til að spjalla saman áður en við byrjum og á milli umferða. Smellið á „Open video room“ og það segir sig sjálft hvernig það virkar.
Torenlo hefur breyst mikið frá því að við notuðum það síðast, en vonandi verður það ekki vandamál.