Dagskrá

Æfinga og mótaáætlun Goðans 2024-25. Chess events 2024-25

apr
8
Mán
Skákæfing Framsýn @ Framsýn
apr 8 @ 20:30 – 22:00
apr
15
Mán
Skákæfing Framsýn @ Framsýn
apr 15 @ 20:00 – 21:30
apr
19
Fös
Skákþing Norðlendinga 2024 @ Skógar Fnjóskadal
apr 19 @ 19:30 – apr 21 @ 16:30

Skákþing Norðlendinga 2024 fer fram í Gamla Barnaskólanum að Skógum í Fnjóskadal helgina 19-21 apríl 2024. Mótið verður hefðbundið helgarmót af gamla skólanum með blöndu af atskák og kappskák. Það er Skákfélagið Goðinn sem sér um mótshaldið. Gamli Barnaskólinn að Skógum er staðsettur rétt sunnan við munna Vaðlaheiðarganga Fnjóskadalsmegin. Aðeins um 10 mín akstur frá Akureyri ef keyrt er um Vaðlaheiðargöng. Ef Víkurskarð er valið er það amk. 30 mín akstur frá Akureyri við bestu aðstæður. Á vef Vaðlaheiðarganga er hægt að kaupa ferðir í gegnum göngin.

Dagskrá:

Föstudagurinn 19. apríl klukkan 19:30 1.-4 umferð.
(Atskákir með tímamörkunum 15 mín +5 sek/leik)
Laugardagurinn 20. apríl kl. 10:00 5. umferð, kappskák 90 mín+30 sek/leik
Laugardagurinn 20. apríl kl. 17:00 6. umferð, kappskák 90+30
Sunnudagurinn 21. apríl kl.  10:00 7. umferð, kappskák 90+30

Skákstjórn: Hermann Aðalsteinsson og Áskell Örn Kárason.

Eftirfarandi Oddastig (tiebreaks) gilda í móltinu: 1. Buchholz (-1) 2. Buchholz 3. Innbyrðis úrslit 4. Sonneborn-Berger 5. Oftar svart
Mótin verða reiknað til FIDE atskákstiga og kappskákstiga.

Verðlaun. Hefðbundin verðlaunapeningar fyrir 3 efstu og farandbikar fyrir sigurvegarann, auk gjafabréfa í Skákbúðina.

1 sæti (með lögheimili á norðurlandi). 10.000 króna gjafabréf í Skákbúðina
2 sæti (með lögheimili á norðurlandi). 7.500 króna gjafabref í Skákbúðina
3 sæti (með lögheimili á norðurlandi). 5.000 króna gjafabréf í Skákbúðina

Efstur utan norðurlands, 10.000 króna gjafabréf í Skákbúðina
Efstur í flokki U-18 ára (með lögheimili á norðurlandi). 5.000 króna gjafabréf í Skákbúðina
Efstur í flokki U-18 ára utan norðurlands. 5.000 krónar gjafabréf í Skákbúðina.

Skráning í mótið fer einungis fram rafrænt. Þáttökugjöld er 5.000 kr. en 2.500 kr. fyrir 18 ára og yngri. (Hægt er að hafa samband við Hermann í síma 8213187 vilji menn greiða með öðrum hætti)
Skrá sig í SÞN 2024 (5000 kr)
Skrá sig í SÞN 2024 U-18 ára (2500 kr)
Þegar skráðir til keppendur

Skráning telst ekki gild fyrr en staðfesting hefur borist á greiðslu á þátttökugjaldi.

Hraðskákmót Norðlendinga 2024.

Hraðskákmót Norðlendinga 2024 fer síðan fram á sama stað. Það hefst ekki fyrr en í fyrsta lagi kl 15:00 á sunnudeginum 21. apríl og gæti dregist ef skákir í aðalmótinu dragst á langinn. Ekkert þátttökugjald er í hraðskákmótið. Umferðafjöldi ræðst af keppendafjölda. Tímamörk 5 mín. (enginn viðbótartími) Reiknað til hraðskákstiga hjá FIDE.

Gamli Barnaskólinn er rétt sunnan við Vaðlaheiðargöng
Gamli Barnaskólinn að Skógum
Stærri salurinn rúmar 8-10 borð
Minni salurinn rúmar um 4 borð
apr
29
Mán
Skákæfing Hlöðufell @ Hlöðufell
apr 29 @ 20:30 – 22:00
Skákæfing Hlöðufell @ Hlöðufell
Mánudagskvöld 29. apríl kl 20:30 fer fram reiknuð skákæfing til Fide atskákstiga. Æfingin verður á veitingastaðnum Hlöðufelli á Húsavík. Reiknað er með 6 eða 7 umferðum og tímamörk verða 10 min+2 sek á leik.
Nú þegar hafa þó nokkrir skráð sig til leiks og þar af nokkrir nýliðar. Það stefnir því allt í fjölmenna skákæfingu, sem verður væntanlega sú síðasta á þessu tímabili. Þó er hugsanlegt að þær verði fleiri. Tíminn mun leiða það í ljós.
Æskilegt er að þeir sem ætla að mæta á æfinguna skrái sig til leiks hér: https://www.chessmanager.com/en/tournaments/4857602694971392/signup   
Hér er hægt að skoða þegar skráða keppendur:https://www.chessmanager.com/en/tournaments/4857602694971392/players    
Monday evening 29. april at 8:30 p.m., there will be a calculated chess practice for the Fide chess elo. The training will be at the Hlöðufelli restaurant in Húsavík. 6-7 rounds will be played and the time limit will be 10 min +2 sec from move one.
Already, several people have registered to play, including some new chess players. So everything is headed for a crowded chess practice, which will probably be the last one this season. However, it is possible that there will be more. Time will tell.
It is recommended that those who plan to attend the practice register for the tournament here: https://www.chessmanager.com/…/4857602694971392/signup
Here you can view the already registered competitors:https://www.chessmanager.com/…/4857602694971392/players
maí
6
Mán
Hlöðufell Blitz @ Hlöðufell Húsavík
maí 6 @ 19:30 – 22:00
Hlöðufell Blitz @ Hlöðufell Húsavík

Rated Blitz tournament. 7 rounds with time limit 7 min+2 sec/per move.

Register here

Players