Benedikt og Ágúst skólameistarar

Benedikt Þór Jóhannsson og Ágúst Már Gunnarsson urðu í dag skólameistarar í skák í Borgarhólsskóla. Benedikt sigraði örugglega í eldri flokki með 6 vinningum af 6 mögulegum og Ágúst vann yngri flokkinn með 4 vinningum. Það var jöfn og spennandi keppni í yngri flokkinum því 3 aðrir keppendur fengu einning 4 vinninga en Ágúst vann þá naumlega á stigum.  Úrslit urðu eftirfarandi :

1.    Benedikt Þór Jóhannsson                 6  vinningar af 6 mögulegum

2.    Ágúst Már Gunnarsson                     4    (22 stig)

3-4. Hlynur Snær Viðarsson                     4    (21,5 stig)

3-4. Snorri Hallgrímsson                          4    (21,5 stig)

5.    Valur Heiðar Einarsson                     4    (12,5 stig)

6.   Ólafur Erick Ólafsson Feolsche          3,5

7.   Gunnlaugur Hjörvar Gunnlaugsson   3     (2. sæti í eldri flokki)

8.   Halldór Árni Þorgrímsson                  2,5

9.   Dagur Ingi Sigursveinsson               1,5   (3. sæti í eldri flokki)

10. Egill Hallgrímsson                             1,5

11. Davíð Atli Gunnarsson                       1    (20 stig)

12. Elmar Örn Guðmundsson                   1    (15,5 stig) 

Tefldar voru skákir með 10 mínútna umhugsunartíma á mann eftir monrad-kerfi. Smári Sigurðsson og Hermann Aðalsteinsson frá skákfélaginu Goðanum voru mótsstjórar. Myndir úr mótinu verða birtar hér á síðunni fljótlega.

Sýslumótið í skólaskák verður haldið í Borgarhólsskóla laugardaginn 15 mars kl 13:00. H.A.