Davíðs Kjartansson er einn efstur með 5v. að loknum 5. umferðum á Meistaramóti Hugins. Í fimmtu umferð sem fram fór sl mánudagskvöld tefldi Davíð við Jón Trausta Harðarson og vann sigur í skemmtilegri skák. Annar er Mikael Jóhann Karlsson með 4v en hann lagði Vigfús Ó. Vigfússon að velli með mikilli framrás kóngsins upp borðið. Jafnir í 3.-6. sæti eru Sævar Bjarnason, Björgvin Víglundsson, Dawid Kolka og Dagur Ragnarsson allir með 3,5v. Lengstu  skák viðureignarinnar áttu þeir Sævar Bjarnason og Björgvin Víglundsson en þar var sæst á skiptan hlut eftir langa baráttu.

Næst umferð sú 6. fer fram fimmtudagskvöldið 15. september og hefst kl. 19.30. Staðan að lokinni 5. umferð í chess-results:

Í 6. umferð mætast m.a. efstu menn Davið og Mikael Jóhann og er nú eða ekki ef menn ætla að stöðva sigurgöngu Davíðs. Á næstu borðum eru einnig athyglisverðar viðureignir en þar tefla Björgvin og Dagur og Sævar mætir Dawid.

Pörun 6. umferðar

Borð Nafn Vinn. Úrslit Vinn. Nafn
1 Karlsson Mikael Johann 4 5 FM Kjartansson David
2 Viglundsson Bjorgvin FM Ragnarsson Dagur
3 IM Bjarnason Saevar Kolka Dawid
4 Hardarson Jon Trausti 3 3 Mai Alexander Oliver
5 Vigfusson Vigfus 3 Ragnarsson Heimir Pall
6 Magnusson Thorsteinn Briem Hedinn
7 Sigurvaldason Hjalmar 2 2 Davidsson Oskar Vikingur
8 Briem Stephan 2 2 Davidsson Stefan Orri
9 Mai Aron Thor 2 Briem Benedikt
10 Sigurdarson Alec Elias 1 Johannsson Johann Bernhard

 

Búið er að slá inn skákir 3. og 4. umferðar og hægt að velja þá skák sem þið viljið skoða með því að smella á flettiglugann fyrir ofan stöðumyndina.