Kristján og Eyþór.

Eyþór Kári Ingólfsson og Kristján Davíð Björnsson urðu skólameistarar í skák í Stórutjarnaskóla sl. miðvikudag, þegar skólamótið fór þar fram. Eyþór vann eldri flokkinn með 4 vinningum af 5 mögulegum, en Kristján vann allar sínar skákir fimm að tölu í yngri flokknum. tímamörk voru 10 mín og tefldar voru fimm umferðir í báðum aldursflokkum.

Kristján og Eyþór.
Kristján og Eyþór.

Lokastaðan í eldri flokki.

Eyþór Kári Ingólfsson   4 af 5
Arnar Ólafsson                 3,5
Snorri Már Vagnsson   3
Pétur Ívar Kristinsson   2,5
Elín Hlinadóttir                  2
Aron                                         0

Hart barist í yngri flokki
Hart barist í yngri flokki

Efstu í yngri flokki:

1. Kristján Davíð Björnsson  5 af 5 !
2. Ari Ingólfsson                           4
3. Haraldur Andri Ólafsson   3
4. Marge Alavere                         3

Hér má sjá heildarúrslit í yngri flokki: Stórutjarnaskóli 2015

Eyþór, Arnar, Kristján og Ari hafa því unnið sér keppnisrétt á sýslumótinu í skólaskák sem fram fer í Litlulaugaskóla fimmtudaginn 16. apríl nk kl 16:00. Myndir: Jónas Reynir Helgason.