Félagsfánarnir komnir !

Þá eru borðfánarnir með merki skákfélagsins Goðans komnir glóðvolgir frá Fánasmiðjunni á Þórshöfn. Pantaðir voru 50 borðfánar eins og sá sem er á myndinni hér fyrir neðan, þannig að allir félagsmenn ættu að geta fengið eitt eintak.

Fáni 003

                 Nýi félagsfáninn er 24×15 cm að stærð.

Fáninn kostar 2.500 krónur og hvetur stjórn félagmenn til þess að kaupa sér fána. Fánarnir verða til sýnis og sölu á hraðskákmótinu þann 28 desember nk.  Eins eru þeir fáanlegir, frá og með deginum í dag, hjá formanni á meðan birgðir endast.