Einar Hjalti Jensson sem tefldi fyrir Frú Sigurlaugu sigraði með 6v af sjö mögulegum á Mjóddarmótinu sem fram fór laugardaginn 13. júní. sl. Þetta var annað árið í röð sem þetta föruneyti hafði sigur í mótin, sem er nokkuð merkilegt fyrir þær sakir að keppendur draga um fyrirtæki. Annar varð Davíð Kjartansson sem tefldi fyrir Sorpu með 5,5v. Siðan komu fjórir skákmenn jafnir með 5v en það voru Oliver Aron Jóhannesson sem tefldi fyrir GM Einarsson múrarameistra, Dagur Ragnarsson sem tefldi fyrir Kaupfélag Skagfirðinga, Helgi Brynjarsson sem tefldi bara fyrir sjálfan sig þar hann kom aðeins of seint til að draga og Kjartan Maack sem tefldi fyrir Ökuskólann í Mjódd.
29 skákmaður tók þátt sem er minnsta þátttaka frá hruni. Mótið var hins vegar eins og ávalt með sterkari hraðskákmótum sem eru haldin eru hér landi. Mótið fór vel fram og komu engin ágreiningsefni upp þótt þrjár klukkur biluðu í hita leiksins. Úrslit réðust svo ekki fyrr en í lokaumferðinni eins og vera ber. Aðstæður á skákstað voru nokkuð erfiðar þar sem sólin skein allan tímann og það bjart var í göngugötunni að í fyrsta skipti ekki hægt að notast við skjávarpann, síðan Monradspjöldin voru aflögð. Skákstjóri greip því til þess ráðs að lesa upp pörun hverrar umferðar og gekk mótið ágætlega upp með því móti.
Lokastaðan á Mjóddarmótinu:
Röð Nafn Vinn. M-Buch.
- Frú Sigurlaug, Einar Hjalti Jensson, 6v, 22.,5
- Sorpa, Davíð Kjartansson, 5,5v, 23.0
- GM Einarsson, Oliver Aron Jóhannesson, 5v, 23
- Kaupfélag Skagfirðinga, Dagur Ragnrsson, 5v, 20.0
- Helgi Brynjarsson, 5v, 20
- Ökuskólinn i Mjódd, Kjartan Maack, 5v, 18.0
- Valitor, Bárður Örn Birkisson, 4,5, 20.0
- Talnakönnun, Örn Leó Jóhannsson, 4v, 22.0
- Arion Banki, Gauti Páll Jónsson, 4v, 21.0
- Suzuki bílar, Gylfi Þórhallsson, 4v, 20.5
- Þorsteinn Gauti Sigurðsson, 4v, 19.5
- Gámaþónustan, Guðmundur Gíslason, 4v, 16,5
- ÍTR, Eiríkur Björnsson, 4v, 16.0
- Efling stéttarfélag, Hallgerður Helga Þorsteinsd., 4v, 15,5
- HS Orka, Björn Hólm Birkisson, 4v, 14.5
- Landsbanki Íslands,Þór Valtýsson, 3,5v, 20.5
- BV 60, Halldór Pálsson, 3,5v, 15.0
- Gunnar Nikulásson, 3v, 20.5
- Sigurður Freyr Jónatansson, 3v, 18.5
- Nettó í Mjódd, Óskar Haraldsson, 3v, 16.5
- Finnur Kr. Finnsson, 3v, 15.5
- Íslandspóstur, Sigurður Ingason, 3v, 15.0
- Íslandsbanki, Jón Úlfljótsson, 2.5v, 17.5
- Jón Víglundsson, 2.5v, 16.0
- Gunnar Friðrik Ingibergsson, 2,5v, 15.5
- Hjálmar Hrafn Sigurvaldason, 2,5v, 15.5
- Freyja Birkisdóttir, 2v, 14.0
- Pétur Jóhannesson, 1,5, 14,5
- Björgvin Krisbergsson, 1,5v, 14.0