Hjörvar Steinn Grétarsson sem tefldi fyrir Lyfjaval í Mjódd sigraði örugglega með fullu húsi 7v af sjö mögulegum á Mjóddarmótinu sem fram fór laugardaginn 1. júlí sl. í göngugötunni í Mjódd Annar var Daði Omarsson með 6v sem tefldi fyrir Gámaþjónustuna. Gámaþjónustan var einnig í öðru sæti í fyrra en þá með annan keppanda við stýrið. Það var meiri slagur um þriðja sætið á mótinu en þar voru fjórir skákmenn jafnir í 3. – 6. sæti með 5v en það voru Hilmir Freyr Heimisson sem tefldi fyrir Hjá Dóra, Aron Þór Maí sem tefldi fyrir Suzuki bílaVignir Vatnar Stefánsson sem tefldi fyrir GM Einarsson múrarameistara og Júlíus Björnsson sem tefldi fyrir Eflingu stétttarfélag. Þeir Hilmir Freyr, Aron Þór og Vignir Vatnar eru allt ungir og efnilegir skákmenn sem eflaust munu vinna mótið síðar. Júlíus Björnsson hefur hins vegar ekki sést á móti hérna lengi enda býr hann erlendis og er hérna að heimsækja vini og ætttingja og notaði tækifærið og skellti sér á Mjóddarmótið. Annar keppandi sem kom langt að er Torin Kuehnle sem kemur fá Philadelphia í Bandaríkjunum og er hér í stuttu sumarleyfi.

 

Mjóddarmótið hefur ekki áður farið fram í júlí þannig að það var rennt nokkuð blint í sjóinn með þátttökuna.  33 skákmaður tók þátt sem er nokkuð nærri meðalþátttöku og verður að teljast harla gott miðað við núverandi aðstæður. Mótið var vel skipað blöndu af eldri og yngri skákmönnum. Af þeim sem tóku þátt höfðu Hjörvar, Daði og Bragi Halldórsson sem núna tefldi fyrir Reykjavíkurborg unnið mótið áður. Mótshaldið tókst vel þrátt fyrir tvær bilaðar klukkur, hrók á hvolfi og ólöglega leiki og má segja að engin ágreiningsefni hafi komið upp fyrr en í lokin þegar bæði Róbert Lagerman sem tefldi fyrir ÍTR og Júlíus Björnsson töldu  sig hafa unnið í lokaumferðinni þótt þeiri hefðu átt að tefla innbyrðis. Við ahugun kom í ljós að þeir höfðu alls ekki teflt saman heldur tefldi Róbert við Braga Halldórsson og Júlíus við Alexander Oliver Mai, Ökuskólinn í Mjódd. Málið var bara leyst með því að leiðrétta pörun lokaumferðar miðað við hvernig hún var tefld. Þetta má eflaust skrifa á það hve bjart var í Mjóddinni þótt það væri skýjað þannig að pörunin sem varpað var á hvítan vegginn í Mjóddinni sást ekki alstaðar vel. Að vísu var hún einnig lesin upp en það virðist ekki hafa dugað til í þessu tilviki. Það má svo velta fyrir sér hvort mistökin hefðu nokkuð uppgötvast ef Alexander Oliver hefði unnið Júlíus.

Skákfélagið Huginn þakkar keppendum fyrir þátttökuna og fyrirtækjunum fyrir þeirra framlag til mótsins. Sjáumst að ári.

Lokastaðan á Mjóddarmótinu:

Röð Nafn Stig Fyrirtæki Vinn. BH.
1 Hjörvar Steinn Grétarsson 2567 Lyf og heilsa, Mjódd 7 32
2 Daði Ómarsson 2193 Gámaþjónustan 6 33½
3 Hilmir Freyr Heimisson 2188 Hjá Dóra 5 32
4 Aron Þór Mai 1950 Suzuki bílar 5 28
5 Vignir Vatnar Stefánsson 2103 GM Einarsson múrarameistari 5 28
6 Július Björnsson 1825 Efling Stéttarfélag 5 27½
7 Eirikur K. Björnsson 1919 Íslandspóstur 30
8 Róbert Lagerman 2301 ÍTR 29
9 Bragi Halldórsson 2098 Reykjavikurborg 4 29
10 Alexander Oliver Mai 1850 Ökuskólinn í Mjódd 4 28½
11 Halldór Ingi Kárason 1799 4 28½
12 Sigurður Daði Sigfússon 2228 Frú Sigurlaug 4 28½
13 Gunnar Björnsson 2102 Guðmundur Arason ehf 4 26
14 Magnús Magnússon 2005 Íslandsbanki 4 25
15 Stefan Bergsson 2023 Bv 60 4 24
16 Torin Kuehnle 1661 4 24
17 Páll Þórsson 1700 Sorpa 4 23
18 Sigurður Ingason 1774 Lyfjaval í Mjódd ehf 21½
19 Óskar Haraldsson 1784 Landsbanki Íslands 3 27½
20 Stefán Orri Davíðsson 1407 Valitor 3 26
21 Elvar Örn Hjaltason 1772 3 25
22 Óskar Vikingur Davíðsson 1786 Nettó í Mjódd 3 22
23 Benedikt Þórisson 0 3 21½
24 Konráð K Bjorgólfsson 0 3 18½
25 Árni Ólafsson 1251 3 18
26 Björgvin Kristbergsson 1212 21
27 Finnur Finnsson 0 21
28 Soffía Berndsen 0 20½
29 Batel Goitom Haile 1270 2 21½
30 Sigurjón Ólafsson 0 2 19
31 Bjartur Þórisson 0 2 18½
32 Pétur Jóhannesson 1015 2 14½
33 Anna Katarína Thoroddsen 0 1 17½

 

Lokastaðan í chess-results.

[dt_divider style=”thick” /]

MYNDASAFN