Hlynur Snær Viðarsson tryggði sér æfingameistaratitil Hugins á norðursvæði á skákæfingu sem fram fór á Húsavík í gær. Hlynur krækti í tvo vinninga á lokaskákæfingunni sem þá fór fram, en Herman Aðalsteinsson, hans helsti keppninautur í vetur fékk fjóra vinninga, en það dugði ekki til. Smári Sigurðsson varð efstur á æfingu gærkvöldins með fimm vinninga af fimm mögulegum.

Hlynur hafði þrjá og hálfan vinning í forskot á Hermann fyrir lokaæfinguna og endaði því veturinn með 82 vinninga eða einum og hálfum vinningi meira en Hermann.

Þetta er í fyrsta sinn sem Hlynur vinnur þennan tiltil, en Pétur Gíslason og Smári Sigurðsson hafa unnið hann einu sinni og Hermann Aðalsteinsson hefur unnið hann þrisvar sinnum.

Lokastaðan eftir veturinn

Hlynur Snær Viðarsson    82 Vinningar
Hermann Aðalsteinsson  80,5
Rúnar Ísleifsson                    64
Sigurbjörn Ásmundsson  58,5
Smári Sigurðsson                 37,5
Ármann Olgeirsson              23,5
Ævar Ákason                              21,5
Tómas Veigar Sigurðarson 18
Heimir Bessason                     17,5
Jón Aðalst. Hermannsson 15
Sighvatur Karlsson                12,5
Jakub Piotr Statkewicz        7,5
Sigurður Daníelsson              5,5
Sam Rees                                      4,5
Eyþór Kári Ingólfsson            3
Ásgeir Ingi Unnsteinsson    3
Guðmundur Hólmgeirsson 2,5
Heiðar Kristjánsson               2
Ari Ingólfsson                            2
Hallur Birkir Reynisson       1,5
Viðar Njáll Hákonarson         1
Ketill Tryggvason                    0,5