Frá Hraðskákmóti Goðans í Framsýnarsalnum

Hið árlega hraðskákmót Goðans verður haldið sunnudaginn 12. desember kl 16:30 í Framsýnarsalnum á Húsavík. Tefldar verða skákir með 5 mín umhugsunartíma á mann og allir við alla. Tómas Veigar Sigurðarson er núverandi Hraðskákmeistari Goðans en hann vann mótið 2020 sem fór fram á Tornelo.com vegna samkomutakmarkana.

Búist er við góðri þátttöku á mótinu þar sem næstu allir virkir skákmenn í Þingeyjarsýslu hafa boðað þátttöku í mótinu. Verðlaun verða hefðbundin fyrir 1-3 sæti og farandibikar fyrir sigurvegarann. Mótið verður reiknað til Fide-hraðskákstiga.

Hraðskákmót Goðans er annað af tveim elstu árlegu mótum sem Goðinn hefur haldið en fyrst var keppt um þennan titil árið 2005. Mótið í ár er það 17 í röðinni.

Þátttökugjald verður 1000 krónur á mann, en 500 kr fyrir 16 ára og yngri. Mótið er öllum opið en aðeins félagsmenn í Goðanum geta unnið til verðlauna.

Smári Sigurðsson hefur oftast hampað þessum titli eða 6 sinnum alls. Tómas Veigar Sigurðarson kemur þar rétt á eftir með 5 titla.