Íslandsmót skákfélaga 2008-9. Seinni hlutinn tefldur á Akureyri.

Nú er búið að ákveða dagsetningar fyrir Íslandsmót skákfélaga 2008-9. Fyrri hlutinn verður tefldur dagana 3-5 október nk. í Reykjavík, en seinni hlutinn 6-7 mars 2009 á Akureyri. (að öllum líkindum)

Skákfélag Akureyrar á 90 ára afmæli um þessar mundir og í tilefni þess verður seinni hlutinn tefldur á Akureyri.  Þetta er auðvitað fagnaðarefni fyrir okkur því ferðakostnaður sparast, tími og fyrirhöfn.

Stjórn Goðans stefnir að því að stilla upp tveimur skáksveitum til keppni í 4. deildinni. (A og B lið) Það ætti að vera vel raunhæft markmið. það hefur fjölgað í félaginu og síðan er tímasetningin á fyrri hlutanum sennilega heppilegri fyrir marga og svo er staðsetningin á seinni hlutanum augljós kostur fyrir okkur.

Félagsmenn eru hvattir til að taka frá þessar dagsetningar og láta skák ganga fyrir þessar helgar !  H.A.