Jólamót Goðans 2022 verður haldið í Framsýnarsalnum á Húsavík miðvikudagskvöldið 28 desember kl 20:30. Mótið verður 5 umferða atskákmót með 10+5 tímamörkum.

Skráning í mótið er hjá Hermanni í síma 8213187 eða með skilaboðum í gegnum samfélagsmiðla. Einnig verður hægt að skrá sig í mótið á mótsstað 5 mín áður en mótið hefst. Nú þegar eru 7 keppendur skráðir til leiks og líklegt er að þeim fjölgi þegar nær dregur.

Engin þátttökugjöld eru í mótið og engin verðlaun, en mótið verður reiknað til fide-atskákstiga.

Mótið á chess-results.